Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425921294.19

    Stærðfræðigrunnur
    STÆR1GS05
    51
    stærðfræði
    grunnaðgerðir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Unnið er með undirstöðuaðgerðir í stærðfræði. Einnig er unnið með forgangsröð aðgerða, almenn brot, bókstafareikning, veldi, rætur, þáttun og liðun, fernings- og samokareglu. Leitast er við að tengja stærðfræði við daglegt líf nemenda.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum reiknireglum og algebrubrotum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota almennar reikniaðgerðir
    • vinna með almenn brot
    • reikna einfaldan bókstafareikning
    • beita liðun og þáttun
    • nota vasareikni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir skipulega
    • beita skipulegum aðferðum við lausnaleit
    • klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar
    • hagnýta þekkingu sína í daglegu lífi
    Námsmat byggist á stöðuprófum, verkefnum og lokaprófi.