Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425922621.44

    Hornaföll, vigrar og keilusnið
    STÆR2HV05
    105
    stærðfræði
    hornaföll, vigrar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginviðfangsefni áfangans eru hornaföll, vigrar og keilusnið. Áhersla er lögð á sannanir, skýra og rétta stærðfræðilega framsetningu. Unnið er með eftirfarandi efnisþætti: Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi, hornafallareglur, almenna skilgreiningu hornafalla, umritanir á hornaföllum, hornafallajöfnur og ójöfnur, gröf hornafalla, bogamál. Aðrir efnisþættir eru vigrar í sléttum fleti, samlagning, lengd, samsíða og hornréttir vigrar, hnit, innfeldi, horn milli vigra, miðpunktur striks svo og keilusnið: Hringir, sporbaugar, fleygbogar og breiðbogar.
    STÆR2AF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hornaföllum, vigrum og keilusniðum, s.s. að framan greinir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna lengdir og horn í þríhyrningum og flatarmál þeirra
    • einfalda og umrita stæður sem innihalda hornaföll og leysa hornafallajöfnur og ójöfnur hornafalla
    • finna lotu, útslag og hliðrun hornafalla og teikna gröf þeirra eða lesa úr gröfum
    • breyta gráðum í bogamál og öfugt
    • beita helstu reiknireglum vigurreiknings, t.d. að finna hnit vigra, lengd þeirra, innfeldi tveggja vigra og horn milli vigra
    • finna miðju og radíus hrings út frá jöfnu hans, eða öfugt, m.a. með því að fylla í ferninginn og vinna á samsvarandi hátt með jöfnur sporbauga og breiðboga
    • sanna einfaldar reglur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta valið þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
    • geta fylgt og skilið röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
    • leysa margvísleg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og daglegu lífi
    Námsmat byggist á stöðuprófum, verkefnum og lokaprófi.