Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425924043.15

    Lestur góðra bóka
    ÍSLE3LG05
    60
    íslenska
    Lestur góðra bóka
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem vilja lesa sér til ánægju og þroska. Tilgangurinn er að kynnast fjölbreyttu úrvali þekktra íslenskra bóka. Einnig er á leslista áfangans úrval þýddra bóka breytilegt frá önn til annar. Markmið áfangans er að æfa nemendur í að gera skipulega munnlega grein fyrir efni bóka sem þeir hafa valið sér af bókalista, tjá skoðanir og viðhorf auk greiningar á efni viðkomndi bókar.
    5 feiningar á 3. þrepi í íslensku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • höfundi bókar og ritunartíma bókar í höfundarverki viðkomandi höfundar
    • öðrum helstu bókum viðkomandi höfundar
    • helstu lögmálum sem gilda í skipulegum munnlegum frásögnum og skýrslum
    • helstu hugtökum sem notuð eru í umfjöllun um efni skáldsagna í markvissri umræðu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina bókmenntatexta
    • tjá sig munnlega á greinargóðu og blæbrigðaríku máli um efni bókar
    • setja saman munnlega greinargerð um skáldsögu á lipran hátt
    • setja söguna í bókmenntalegt samhengi í ljósi bókmenntasögu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita tungumálinu á árangursríkan og viðeigandi hátt í frásögn
    • tjá rökstudda afstöðu til efnis og komast að niðurstöðu um boðskap
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu textans og geta miðlað því á skýran hátt
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og duldum boðskap textans
    • sýna víðsýni, skilning og sanngirni í málflutningi og afstöðu sinni til efnis
    • beita bókmenntagreiningu
    Námsmat byggist á þekkingu, leikni og hæfni við flutning umfjöllunar um hverja lesna bók.