Meginefni áfangans eru varpanir, pólhnitakerfi, tvinntölur, diffurjöfnur af fyrsta og öðru stigi og hagnýting heildunar.
Kynntar eru varpanir og flutningar, margföldun um punkt, snúningur, pólhnitakerfi, bogalengd og yfirborðsmál. Einnig er unnið með tvinntalnakerfið, tvinnföll af raunbreytu, diffurjöfnur af fyrsta og öðru stigi og hagnýtingu þeirra og þrepun.
Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð talsverð áhersla á skipulagða og rétta stærðfræðilega framsetningu námsefnisins.
STÆR3TD05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vörpunum, pólhnitakerfi, tvinntölum, diffurjöfnum af fyrsta og öðru stigi og hagnýtingu heildunar
flutningum, snúningum, pólhnitakerfi, bogalengd og yfirborðsmáli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipta milli pólhnita og hnita í rétthyrndu hnitakerfi
vinna með keilusnið og gröf sem lýst er í pólhnitum
teikna gröf sem lýst er í pólhnitum og finna hallatölu í punkti
finna flatarmál og bogalengd grafs sem lýst er í pólhnitum
finna yfirborðsflatarmál
einfalda tvinntölur og leysa jöfnur og jöfnuhneppi í tvinntalnakerfinu
reikna veldi og rætur í tvinntalnakerfnu
leysa annars stigs jöfnur í tvinntalnakerfinu og þátta margliður
vinna með vísisfallið ez
leysa diffurjöfnur af fyrsta stigi með aðskiljanlegum breytistærðum (upprifjun)
leysa línulegar diffurjöfnur af fyrsta stigi (upprifjun)
leysa línulegar diffurjöfnur af öðru stigi með fastastuðlum
nota diffurjöfnur til að leysa hagnýt dæmi
átta sig á hagnýtingu heildareiknings
skilja táknmál og röksemdafærslu stærðfræðinnar
setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar
skilja og rita skilgreiningar hugtaka og sannanir reglna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
beita gagnrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við lausn yrtra verkefna og þrauta, s.s. með því að setja upp jöfnur með óþekktum stærðum og leysa þær
geta klætt verkefni, sett fram í mæltu og/eða skrifuðu máli, í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geta valið aðferð sem við á hverju sinni
skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt
geta fylgt og skilið röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
Námsmat byggist á stöðuprófum, verkefnum og lokaprófi.