Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425992434.62

    Mannfræði
    FÉLA3MA05
    36
    félagsfræði
    mannfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í mannfræði er maðurinn skoðaður bæði sem dýrategund og félagsvera. Í áfanganum verður mannfræði kynnt sem fræðigrein. Nemendur munu kynnast undirflokkum mannfræðinnar. Nemendur munu vinna nokkuð með líffræðilega mannfræði en megináherslan verður þó á félagslega mannfræði. Nemendur munu kynna sér helstu rannsóknaraðferð mannfræðinnar, þátttökuathugun og munu fá að spreyta sig á aðferðinni með því að vinna einfalda rannsókn sem felur í sér þátttökuathugun. Fjallað verður um þróunarhugtakið í tengslum við þróun mannsins og þróun samfélaga og helstu gagnrýni á þróunarhugmyndir. Nemendur munu fá kynningu á ýmsum menningarheimum og eiga að geta tileinkað sér afstæðishyggju við skoðun á þeim. Í áfanganum verður meðal annars fjallað um ólík fjölskylduform, sifjakerfi, hagkerfi, trúarhugmyndir, kynhlutverk og lagskiptingu.
    FÉLA2SS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mannfræði sem fræðigrein og undirflokkum hennar
    • sögu mannfræðinnar
    • þátttökuathugun sem rannsóknaraðferð
    • afstæðishyggju sem sjónarhorni í vísindum
    • helstu hugtökum mannfræðinnar
    • völdum menningarheimum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla þekkingu sinni á ólíkum menningarheimum í ræðu og riti
    • framkvæma þátttökuathugun
    • kynna rannsóknarniðurstöður sínar á viðeigandi hátt
    • leita sér upplýsinga í mannfræði, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan texta um mannfræði á íslensku og ensku
    • leggja gagnrýnið mat á þróunarhugtakið, bæði hvað varðar líffræðilega og menningarlega þróun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    Námið er metið jafnóðum allan námstímann. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem reyna á upplýsingaleit, skilning og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Nemendur leysa ýmsar kannanir og/eða próf.