Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425995928.7

  Grafísk hönnun 1
  GRHÖ1GH05
  1
  Grafísk hönnun
  Grafísk hönnun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn miðar að því að kenna grundvallaratriði grafískrar hönnunar fyrir prent- og skjámiðla með fjölbreyttum æfingum og verkefnum. Áhersla er lögð á að nemandinn þrói skýrar og merkingarbærar hugmyndir að verkum til útfærslu með athugunum, hugmyndavinnu og skissugerð. Sérstaklega er unnið með formræna þætti leturs, ólíkar leturgerðir og samspil og niðurröðun leturs og mynda á myndfletinum í þeim tilgangi að móta skýra merkingu og heildaráhrif. Umræður og greining á eigin verkum, verkum samnemenda og þekktra hönnuða skipa stóran sess í áfanganum.
  SJLI1TE05, SJLIMH05 (SJL1A05, SJL1B05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þróun hugmynda við útfærslu grafískra verka.
  • formrænum þáttum ólíkra leturgerða og áhrifum þeirra á merkingu.
  • samröðun og uppbyggingu myndrænna þátta í uppbyggingu síðu.samröðun og uppbyggingu myndrænna þátta í uppbyggingu síðu.
  • helstu hugtökum grafískrar hönnunar og notkun þeirra við greiningu verka.
  • helstu tækjum og tólum grafískra hönnuða.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • móta skýrar hugmyndir við útfærslu verka.
  • nýta eiginleika ólíkra leturgerða við útfærslu hugmynda.
  • raða saman myndrænum þáttum á myndfleti, s.s. texta og myndum, á merkingarbæran og áhrifaríkan hátt.
  • nota fjölbreyttar aðferðir og tæki við útfærslu hugmynda, s.s. skissubækur, penna, blýanta, liti og forrit til grafískrar hönnunar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna eigin verk af skýrleika, áræðni og frumleika. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
  • greina og fjalla um verk grafískra hönnuða, eigin verk og samnemenda af þekkingu. Námsmat: frammistöðumat.
  • koma hugmyndum og skilaboðum á framfæri af innsæi, tilfinningu og þekkingu á grafískri hönnun. Námsmat: verkefnamat.
  Verkefnavinna, jafningjamat, frammistöðumat, sjálfsmat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).