Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425997957.5

  Menningarsaga
  SAGA3MH05
  33
  saga
  menningarsaga
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum verður áhersla lögð á uppruna vestrænnar menningar. Sjónum beint að fornum menningarsamfélögum við Miðjarðarhaf, Forn – Grikkjum, Rómverjum og Egyptum og framlagi þeirra til nútímamenningar. Auk þess verða skoðuð áhrif gyðingdóms og kristni á vestræn menningarsamfélög í fortíð og nútíð. Fjallað verður um miðaldir, borgarmenningu, endurreisnina og einveldistímann og sjónum beint að þjóðfélagsbreytingum sem endurspeglast í menningu og listum. Upplýsingin og rómantíkin verða könnuð á svipaðan hátt með tilliti til samfélagsbreytinga og hvernig sjá má merki þessara stefna í nútímamenningu.
  SAGA2FR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • aðgreiningu menningarhugtaksins í hlutlæga og huglega menningu
  • mismunandi heimildum, s.s. texta, myndmáli og fornleifum af ýmsu tagi
  • ólíkum sviðum menningar og tengsl þeirra við upphaf sitt
  • framlagi ólíkra menningarheilda til nútímamenningar
  • menningarframlagi ólíkra menningasvæða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina helstu þætti menningar og hvernig þeir endurspegla menninguna og þjóðfélagshætti
  • meta menningarframlag ólíkra menningarsvæða til skilnings á nútímasamfélagi
  • nýta sagnfræðilega texta á íslensku og erlendum tungumálum
  • meta áreiðanleika heimilda á gagnrýninn hátt og nýta sér fjölbreytni þeirra í verkefnavinnu
  • vinna sjálfstætt og á gagnrýninn hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera saman ólíkar menningarheildir á ýmsum tímaskeiðum
  • geta ályktað út frá einu sviði menningar yfir á annað
  • koma þekkingu sinni á framfæri með fjölbreyttum hætti
  • geti tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðu með jafningjum um viðfangsefni sem tekin eru fyrir í áfanganum
  • beita gagnrýnni hugsun
  Ekki er gert ráð fyrir lokaprófi. Í námsmati er tekið mið af leiðsagnarmati, einstaklingsvinnu, hópverkefnum og smærri prófum. Áherslan verður á sjálfstæð vinnubrögð.