Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426000894.47

  Eðlisfræði - Varmafræði, hringhreyfing, sveiflur og bylgjur
  EÐLI3SB05
  34
  eðlisfræði
  Sveifluhreyfing og bylgjur, raffræði og ljósfræði, varmafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga er farið yfir grunnatriði í tengslum við varmafræði, hreyfingu hluta í fleti, hringhreyfingu. Þyngdarlögmálið, sveiflu- og bylgjuhreyfingar og bylgjur í fleti. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
  EÐLI2AF05 og STÆR2VH05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • eðlisvarma, varmarýmd og fasaskiptum
  • hreyfingu og hröðun hluta í fleti
  • hringhreyfingu hluta
  • þyngdarlögmálinu og áhrifum þess á hreyfingu reikistjarna
  • einföldum sveifluhreyfingum
  • hljóðbylgjum og Dopplerhrifum
  • bylgjum í fleti, hljóðbylgjum og ljósi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með tölur og vigra í eðlisfræði
  • reikna út varmaskipti
  • reikna hreyfingu hluta í fleti, t.d. skáköst
  • reikna miðsóknarhröðun hluta í hringhreyfingu
  • reikna hreyfingu reikistjarna og gervihnatta
  • reikna bylgjulengd, tíðni og hraða bylgna
  • reikna út Dopplerhrif hljóðbylgna
  • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
  • útbúa og framkvæma verklegar æfingar af nákvæmni og meta niðurstöður mælinga
  • vinna skýrslur úr verklegum æfingum og setja fram niðurstöður á skýran hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar
  • draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga og miðla þeim til annarra
  • tengja eðlisfræði við raunveruleg viðfangsefni og gera sér grein fyrir notagildi hennar
  • skýra fyrir öðrum og ræða um þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst
  • beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  Námsmat byggist á skriflegum og verklegum æfingum með áherslu á leiðsagnarmat.