Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426001201.81

    Eðlisfræði - Rafsegulfræði
    EÐLI3RS05
    35
    eðlisfræði
    rafsegulfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er farið yfir grunnatriði í tengslum við rafsegulfræði. Efnisatriðin eru rafhleðsla og rafsvið, rafspenna, þéttar og geymsla raforku, rafstraumur og lögmál Ohms, rakstraumsrásir og lögmál Kirchhoffs, segulmagn, span og lögmál Faradays og rafsegulbylgjur. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
    EÐLI3SB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rafhleðslum, rafkröftum og viðeigandi lögmálum
    • rafstöðuorku, rafspennu, straumi og Ohmslögmáli
    • pólspennu, íspennu, lögmáli Kirchhoffs, straummælum, raforkuflutningi og raforkutapi
    • þéttum og einföldum RC-rásum
    • riðspennu og jafnspennu
    • segulsviði og segulkrafti
    • spanlögmáli Faradays, rafölum og rafmótorum
    • rafsegulbylgjum og rafsegulrófinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna rafkrafta milli tveggja hlaðinna hluta
    • tengja saman hreyfingu rafhleðslna við kraft og stöðuorku í rafsviði
    • reikna út strauma, spennu og viðnám í mismunandi rafrásum
    • ákvarða viðnám hvers kyns efna og samtenginga viðnáma
    • beita lögmáli Ohms á hvers kyns samsetningar viðnáma í rafrásum
    • beita reglum Kirchoffs um tengipunkt í rafrás
    • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
    • útbúa og framkvæma verklegar æfingar af nákvæmni og meta niðurstöður mælinga
    • vinna skýrslur úr verklegum æfingum og setja fram niðurstöður á skýran hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar
    • draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga og miðla þeim til annarra
    • tengja eðlisfræði við raunveruleg viðfangsefni og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    • skýra fyrir öðrum og ræða um þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst
    • beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Námsmat byggist á skriflegum og verklegum æfingum með áherslu á leiðsagnarmat.