Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426002831.01

    Umbrot og hönnun lesmáls
    UHÖL2UM05
    1
    Umbrot og hönnun lesmáls
    Umbrot og myndvinnsla
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er farið í uppsetningu á vinnuskjölum fyrir umbrot, myndvinnslu og vinnslu á grafík, val á leturgerðum, uppsetningu fyrir prent og uppsetningu fyrir vef. Kennsla í umbroti er mikilvægur þáttur í útfærslu hönnunarhugmynda og umbroti síðna og efnis til prentunar og birtingar. Fjallað er um umbrot, vinnslu texta og leturs og uppsetningu á texta og myndefni. Farið er í vinnslu með texta og hvernig hægt er að koma skilaboðum á framfæri á skýran og áhrifaríkan hátt. Nemendur þjálfast í textameðferð á íslensku og læra að vinna með hugbúnað fyrir textavinnslu. Í áfanganum hanna nemendur lesefni með texta og myndum. Hefðbundin hönnun prentefnis með hámarkslæsileika að leiðarljósi skipar stóran sess. Fjallað verður um flokkun leturs, mismunandi gerðir pappírs og mikilvægi staðla. Nemendur vinna að fjölbreyttum uppsetningum á lesmáli í pappírs- og skjámiðlum.
    SJLI1TE05, SJLI1MH05, VEFH1GR05 (SJL1A05, SJL1B05, VEF1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum leturs.
    • þeim forsendum sem liggja að baki leturvali í prent- og skjámiðlum.
    • íslenskum grunnreglum í texta- og greinarmerkjasetningu.
    • tilgangi og virkni þátta sem byggja upp síðu; fyrirsagna, textadálka og myndefnis.
    • tæknilegum forsendum prentunar.
    • forsendum myndbyggingar á síðu.
    • mismunandi hönnun síðna með tilliti til ólíks efnis og tilgangs.
    • mismunandi tegundum pappírs.
    • nauðsyn staðlanotkunar í framleiðsluferlum fjölmiðla.
    • punktaupplausn og röstun.
    • mikilvægi prófarkavinnu og leiðréttingaferla.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þróa hugmyndir sínar í framsetningu vandaðs lesmáls.
    • velja letur miðað við miðil og inntak efnis.
    • meta hámarkslæsileika lesmáls.
    • vinna með prófarkir og leiðréttingarferla.
    • velja pappír.
    • skipuleggja vinnu við hönnun lesmáls; textavinnu, leturval, uppsetningu, myndaval, prófarkavinnu
    • ganga frá vistun og afhendingu pdf-skjala með tilliti til ólíka miðla.
    • fjalla um og meta eigin umbrotsverk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um læsileika þess efnis sem hann vinnur með og um tengsl innihalds og útlits sem metið er með verkefnum, jafningja- og frammistöðumati.
    • velja viðeigandi letur m.t.t. ólíkra miðla.; pappírs- og skjámiðla. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat og frammistöðumat.
    • setja niðurstöður sínar fram á fjölbreytilegan hátt m.t.t. inntaks og markmiða. Námsmat: jafningjamat, frammistöðumat.
    • flokka pappírstegundir skv. helstu flokkunaraðferðum. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat, frammistöðumat.
    • temja sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat, frammistöðumat.
    • ræða opinskátt um og gagnrýna umbrotsverk samnemenda sinna á uppbyggilegan hátt. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat, frammistöðumat.
    • taka gagnrýna afstöðu til verka þekktra grafískra hönnuða og túlka. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat, frammistöðumat.
    • þróa hugmyndir sínar varðandi umbrot á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat, frammistöðumat.
    Verkefnavinna, jafningjamat, frammistöðumat, sjálfsmat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).