Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426066032.6

    Afþreying, yndislestur og skapandi skrif
    ÍSLE3NS05
    63
    íslenska
    Nútímabókmenntir, lestur og skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla afþreyingarbókmenntir, barnabækur og aðrar bókmenntagreinar sem lítið hefur verið fjallað um í öðrum áföngum. Nemendur lesa kjörbók og mismunandi textar eru rannsakaðir. Áfram eru nemendur þjálfaðir í ritun og lestri og unnið er með skapandi skrif.
    ÍSLE3RD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi bókmenntategundum síðari alda
    • helstu einkennum íslensks máls sem nýtist í ræðu og riti
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita bókmenntahugtökum
    • lesa texta frá ýmsum tímabilum
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan texta á vönduðu máli með fjölbreyttum orðaforða
    • beita innsæi og ímyndunarafli í ræðu og riti
    • skilja og nota viðeigandi málsnið, stílbrögð og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
    • nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
    • lesa sér til gagns og gamans ýmsar gerðir ritaðs máls
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera gagnrýninn í hugsun og hafa lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi
    • þroska bókmenntasmekk sinn og lesa sér til ánægju
    • átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og túlka dýpri merkingu texta
    • skilja menningu ólíkra tíma
    • rökræða bókmenntaverk, t.d. siðferðileg álitamál
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun.