Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426087588.61

    Prent- og ljósmyndasaga
    SGHM2SG05
    1
    Saga grafískra miðla
    Saga grafískra miðla
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur sögu grafískra miðla, allt frá fyrstu ritun til ljósmynda og prentunar í samtímanum. Samfélagsleg áhrif grafískra miðla verða rannsóknarefni áfangans og þau merkingarfræðilegu og siðferðislegu álitamál sem sprottið hafa út frá hagnýtingu þeirra. Nemendur fá góða innsýn í mótun þessara miðla og öðlast skilning á þeirri hugmyndafræði sem býr að baki þeim og á tengslum þeirra við samfélagið á okkar tímum.
    LIME1LI05, LIME1ML05, LIME2ME05, LIST1FG05 (LIM1A05, LIM2A05, LIM2B05, LIS1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegri, stílfræðilegri og hugmyndafræðilegri þróun grafískra miðla.
    • áhrifum grafískra miðla á þróun samfélagsins.
    • áhrifum grafískra miðla á samskiptamynstur samfélaga.
    • beitingu grafískra miðla í áróðursskyni.
    • áhrifum grafískra miðla á sjálfsímynd fólks.
    • áhrifum ímynda á ráðandi hugmyndir í samfélaginu.
    • áhrifum þátta eins og lýsingar, skurðar og sjónarhorns á merkingu myndar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina fjölbreytilega beitingu og áhrif grafískra miðla í samfélagslegum tilgangi.
    • nota ólíkar greiningaraðferðir við greiningu ljósmynda.
    • túlka merkingu ljósmynda og prentefnis.
    • greina samspil texta og myndar í prentmiðlum og álitamál varðandi merkingu.
    • afla upplýsinga og heimilda um grafískra miðla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir athugunum sínum á eðli, hlutverki og áhrifum grafískra miðla. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
    • vinna í hópi nemenda að rannsóknum á grafískum miðlum. Námsmat: frammistöðumat.
    • skoða framsetningu efnis í grafískum miðlum á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Námsmat: verkefnamat.
    • nota fjölbreyttar og skapandi aðferðir til að tjá skoðanir og niðurstöður athugana sinna á grafískum miðlum. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
    Verkefnavinna, jafningjamat, frammistöðumat, sjálfsmat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).