Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426087828.49

  Enska 1 - Styrking grunnþátta
  ENSK2SG05
  62
  enska
  Lestur, málfræði, orðaforði, ritun, tal
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Grunnþættir tungumálanáms styrktir. Lögð er áhersla á rétta málnotkun í rituðu og töluðu máli.
  B í grunnskóla eða sambærilegur undirbúningur
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallaratriðum enskrar málfræði
  • orðaforða tengdum efni áfangans
  • helstu rithefðum sem við eiga í textasmíð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og vinna bæði með fræðilega og bókmenntalega texta
  • tjá sig hnökralaust munnlega um fjölbreytt málefni
  • skrifa texta bæði á formlegan og óformlegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
  • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
  • tjá sig fumlaust frammi fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna og virkni nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.