Áfanginn byggir á að nemendur hafi grunnþekkingu í undirstöðuatriðum starfænnar ljósmyndunar. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum við myndatöku, eftirvinnslu og framsetningu ljósmyndaverka. Nemendur öðlast færni í að nýta viðeigandi tæki og hugbúnað. Lögð er áhersla á þróun hugmynda og leit að nýju sjónarhorni og samhengi. Nemendur vinna að verkum sínum í samráði við kennara og kynna þau reglulega fyrir samnemendum. Nemendur skoða mismunandi útfærsluleiðir og rannsaka hvaða aðferðir henta hverju viðfangsefni best. Fræðileg umfjöllun og túlkun myndmáls skipa mikilvægan sess í áfanganum. Nemendur öðlast þjálfun í að vinna margs konar myndefni fyrir prent - og skjámiðla.