Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426089101.95

    Ljósmyndun 2
    LJÓM2SV05
    1
    Ljósmyndun
    Sjálfstæð vinnubrögð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn byggir á að nemendur hafi grunnþekkingu í undirstöðuatriðum starfænnar ljósmyndunar. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum við myndatöku, eftirvinnslu og framsetningu ljósmyndaverka. Nemendur öðlast færni í að nýta viðeigandi tæki og hugbúnað. Lögð er áhersla á þróun hugmynda og leit að nýju sjónarhorni og samhengi. Nemendur vinna að verkum sínum í samráði við kennara og kynna þau reglulega fyrir samnemendum. Nemendur skoða mismunandi útfærsluleiðir og rannsaka hvaða aðferðir henta hverju viðfangsefni best. Fræðileg umfjöllun og túlkun myndmáls skipa mikilvægan sess í áfanganum. Nemendur öðlast þjálfun í að vinna margs konar myndefni fyrir prent - og skjámiðla.
    LJÓR2LM05, SJLI1TE05, SJLI1MH05, GRHÖ1GH05 (LJÓ2A05, SJL 1A05, SJL1B05, GRA2A05 )
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum stafrænnar ljósmyndunar; myndatöku, eftirvinnslu og birtingu.
    • þeim tækjum sem notuð eru í ljósmyndun.
    • þeim hugbúnaði sem notaður er til eftirvinnslu.
    • birtingarmöguleikum.
    • hvernig mismunandi sjónarhorn hafa áhrif.
    • mikilvægi myndlæsis og og þeim áhrifum sem ljósmyndir geta haft.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna sjálfstætt að verkum sínum.
    • þróa eigin hugmyndir.
    • nota viðeigandi hugbúnað til eftirvinnslu.
    • nota tæki og búnað á réttan hátt miðað við aðstæður.
    • vinna ljósmyndir fyrir prent og skjámiðla.
    • kynna og koma verkum sínum á framfæri.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér ljósmyndun til persónulegrar sköpunar á framsækinn og áhrifamikinn hátt. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    • nota tæki og velja hugbúnað sem tengist ljósmyndun á réttan og markvissan hátt. Námsmat: frammistöðumat.
    • ræða á gagnrýninn hátt um eigin verk og annarra og útskýra myndir sínar í mæltu máli og myndrænt. Námsmat: sjálfs- og frammistöðumat.
    • tengja eigin verk við ríkandi stefnur og strauma í listum og menningu samtímans. Námsmat: frammistöðumat.
    • standa fyrir kynningu á eigin verkum. Námsmat: frammistöðumat.
    • koma verkum sínum á framfæri á fjölbreyttan hátt. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, jafningamat og sjálfsmat.