Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426089202.98

  Orðaforði, lestur og ritun
  ENSK2LS05
  80
  enska
  lestur, málfræði, orðaforði, skilningur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður. Þeir eru þjálfaðir í að tileinka sér orðaforða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Lesin eru styttri og lengri bókmenntaverk úr hinum enskumælandi menningarheimi. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að viðameiri verkefnum svo sem kynningum og stærri ritunarverkefnum.
  ENSK2SG05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallaratriðum enskrar málnotkunar
  • orðaforða í tengslum við efni áfangans
  • flóknari málfræðireglum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita flóknari málfræðireglum í orði og riti
  • rita lipra texta byggða á efni áfangans
  • tjá sig af öryggi um valin málefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja fjölbreytta og flókna texta og áttað sig á dýpri merkingu þeirra
  • tjá sig munnlega um ýmis efni með viðeigandi orðaforða og eðlilegum hraða og hrynjandi
  • skrifa texta þar sem tillit er tekið til uppbyggingar, röksemdafærslu og notkunar heimilda
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.