Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426153205.2

    Auðlinda- og umhverfisfræði
    AUUM1AU05
    2
    umhverfis- og auðlindafræði
    tengsl manns og náttúru og nýting hans á auðlindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Fjallað verður um tengsl manns og náttúru hvað varðar jarðefni, lofthjúp, vatn og lífríki. Einnig um nýtingu náttúruauðlinda í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Þá verða helstu hugtök er lúta að umhverfisfræði kynnt s.s mengun, endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar auðlindir, sjálfbær þróun, náttúruvernd og alþjóðlegar skuldbindingar. Lögð verður áhersla á sjálfstæða vinnu nemenda eftir áhugasviðum og umræðum um efni áfangans. Einnig verða vettvangsferðir gildur hluti námsins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu sjálfbær þróun
    • endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum auðlindum
    • samspili jarðar, lofthjúps, vatns og lífríkis
    • tengslum og áhrifum manns á náttúru
    • hlýnun jarðar, orsökum, afleiðingum og ábyrgð einstaklingsins
    • nýtingu landbúnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu og orkuvinnslu á auðlindum
    • vistvænni nýtingu atvinnugreina á umhverfinu
    • mengun í lofti, láði og legi
    • hugtakinu vistspor
    • flokkun sorps og endurnýtingu
    • alþjóðlegum skuldbindingum og samningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leggja sjálfstætt mat á áhrif mannsins á umhverfið
    • meta áreiðanleika upplýsinga um umhverfismál
    • miðla efni munnlega og skriflega um umhverfismál og auðlindanýtingu
    • taka þátt í umræðum um umhverfismál og auðlindanýtingu
    • sýna ábyrga hegðun í umhverfismálum og auðlindanýtingu
    • vinna með öðrum að lausnum í umhverfis- og auðlindamálum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • umgangast náttúruna af ábyrgð ...sem er metið með... umræðum og verkefnavinnu
    • leggja mat á auðlindanýtingu og umgengni við náttúruna í sinni heimabyggð ...sem er metið með... verkefnavinnu
    • meta áhrif mannsins á umhverfið ...sem er metið með... verkefnavinnu og umræðum
    • taka rökstudda afstöðu til álitamála í umhverfismálum og auðlindanýtingu ...sem er metið með... verkefnavinnu og umræðum
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Virkni nemenda í kennslustundum og vettvangsferðum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum.