Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426156853.11

  Grafísk hönnun II
  GRHÖ2AU05
  1
  Grafísk hönnun
  Auðkenning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum læra nemendur grundvallaratriði auðkenningar og fá þjálfun í aðferðum við auðkenningu fyrirtækja, vara, félaga og stofnana. Byrjað er á að hanna grafískt merki sem endurspeglar starfsemina með því að gera bakgrunnsrannsókn á eðli hennar, ímynd og markaðsstöðu. Því næst er skoðað hvernig hægt er nýta merkið og styðja notkun þess á í ólíkum miðlum með því að búa til heildstætt auðkenningarkerfi sem miðar að því að starfsemin skeri sig úr. Auk athugana á raunverulegum dæmum um auðkenningu vinna nemendur að sjálfstæðum einstaklingsverkefnum sem miða að þjálfun á þessu sviði.
  SJLI1TE05, SJLI1MH05, GRHÖ1GH05, LJÓR2LM05, VEFH1GR05 (SJL1A05, SJL1B05, GRA2A05, LJÓ2A05, VEF1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtakinu auðkenning (e. branding).
  • tilgangi og mikilvægi markvissrar auðkenningar.
  • aðferðum við auðkenningu í ólíkum miðlum.
  • mikilvægi bakgrunnsathugana við mótun hugmynda að auðkenningu.
  • hlutverki hugmynda- og skissuvinnu við mótun auðkenningar.
  • mikilvægi þess að geta orðað hugmyndir sínar á skýran hátt.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla nauðsynlegra bakgrunnsupplýsinga til að móta skýra auðkenningu.
  • greina einkenni og kjarna þeirrar starfsemi sem ætlunin er að auðkenna.
  • móta skýr markmið með auðkenningu.
  • nota hugmynda- og skissuvinnu við gerð auðkenningar.
  • móta skýrt og einfalt grafískt merki til auðkenningar.
  • orða hugmyndir og útfærslur með skýrum hætti.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hagnýta skipulega bakgrunnsrannsóknir í þeim tilgangi að móta skýrar hugmyndir um auðkenningu. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat.
  • hanna sjónræn auðkenni tiltekinnar starfsemi, vöru, fyrirækis, félags eða stofnunar. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat.
  • taka rökstuddar ákvarðanir um auðkenningu á grundvelli greiningar, hugmyndavinnu og misunandi lausna. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat
  • ræða, útskýra og meta eigin hugmyndir og annara um auðkenningu. Námsmat: jafningjamat, frammistöðumat.
  Verkefnavinna, jafningjamat, frammistöðumat, sjálfsmat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).