Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426157157.75

    Næringarfræði og heilsurækt
    HEIF1NH03
    3
    heilsufræði
    heilsurækt, næringarfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur. Í bóklega hlutanum er farið yfir áhrif líkamsræktar á líkama og sál. Sérstök áhersla er lögð á næringu og eigin þjálfun. Í verklega hlutanum eru helstu íþróttagreinar kynntar og almenn þrekþjálfun. Einnig fá nemendur tækifæri til að framkvæma þolpróf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flokkun næringarefna í fæðunni
    • mismunandi áhrifum næringarefna og mataræðis á líkamann
    • uppsetningu þjálfunaráætlana
    • þýðingu þolprófa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta eigin líkamsástand
    • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu og næringu
    • iðka alhliða líkams- og heilsurækt
    • framkvæma þolpróf
    • setja upp eigin þjálfunaráætlun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta grunnþol
    • stunda fjölbreytta líkams- og heilsurækt, jafnt úti sem inni
    • framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar að því að auka þol og líkamlega getu til íþrótta og útivistar
    • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
    Ástundun, verkefni og próf.