Í áfanganum er unnið með heilsu og heilbrigðan lífstíl. Fjallað verður almennt um hreyfingu og mikilvægi hennar hjá öllum aldurshópum með sérstakri áherslu á framhaldsskólaaldurinn. Farið verður yfir þrjú algengustu þjálfunarformin, þol, styrk og liðleika, og þær þjálfunaraðferðir sem henta hverju formi. Verkleg kennsla fer fram utandyra og inni í íþróttasal. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki ásamt hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig verður farið í þau þjálfunarform sem tekin eru fyrir í bóklegu kennslunni og nemendur fá tækifæri til að reyna helstu þjálfunaraðferðir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennu heilbrigði
mikilvægi hreyfingar
góðum lífstíl sem inniheldur hreyfingu
mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og niðurlags eftir áreynslu
fjölbreyttum þjálfunaraðferðum fyrir þol, styrk og liðleika
skipulagi á íþróttatíma með gerð tímaseðla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
iðka fjölbreytta grunnþjálfun og beita mismunandi þjálfunaraðferðum til þess
nota almenna og sérhæfða upphitun
finna púls og nota púlsklukku rétt
búa til skipulagðan og áhugaverðan tímaseðil
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni ...sem er metið með... verklegum æfingum
nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
viðhalda eða bæta eigin líkamshreysti ...sem er metið með... verklegum æfingum