Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426158523.32

  Vefur 2
  VEFH2GR05
  1
  Vefhönnun
  Grunnáfangi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn byggir á að nemendur hafi grunnþekkingu í ritun HTML og CSS kóða. Nemendur öðlast færni í að hanna, skipuleggja og setja fram efni á vef og nýta sér vefumhverfið á sem áhrifaríkastan hátt. Áhersla er á að nemendur geti sett upp vefmiðil og öðlist færni í vinnu með fjölbreytt efni á sem skilvirkastan hátt. Nemendur vinna heimasíðu með eigin verkum, hanna vef með markvissu innihaldi og velta fyrir sér hvernig þeir geta nýtt sér vefmiðil til markaðssetningar. Áhersla er á skapandi og frumlega hugsun og að nemendur vinni skipulega að verkum sínum frá hugmynd að lokaafurð. Hugmyndavinna, skissugerð og umræður um eigin verk og annarra er mikilvægur þáttur í áfanganum. Höfundaréttarlög, siðfræði netsins og mikilvægi ábyrgrar framsetningar á efni er ráðandi í allri umræðu um efni og innihald.
  SJLI1TE05, SJLI1MH05, VEFH1GR05, LJÓR2LM05, KVMG2FK05 (SJL1A05, SJL1B05, VEF1A05, LJÓ2A05, KVI2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og ritun HTML og CSS kóða.
  • hvernig stílsniðssíður geta stjórnað útliti vefmiðla.
  • hvernig á að kaupa lén, panta hýsingu, uppfæra og tengja.
  • hvernig hægt er að nota vefmiðilinn til markvissrar markaðsetningar og miðlunar.
  • uppbyggingu og möguleikum vefumsjónarkerfa.
  • aðferðum við uppfærslu á vefmiðlum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • rita HTML og CSS kóða.
  • hanna og skipuleggja yfirgripsmikla vefi með m.t.t. notagildis og skilvirkni.
  • vinna með ljósmyndir, hreyfimyndir og myndbönd og vista rétt fyrir vef.
  • breyta útliti með því að endurskrifa og breyta kóða.
  • setja vefmiðil upp þannig að auðvelt sé að breyta og uppfæra.
  • hanna, skipuleggja og setja upp vefmiðil með skipulögðu og markvissu innihaldi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna, skipuleggja og rita vefsíður þar sem útliti er stjórnað af stílsniðssíðum. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
  • setja upp vef með vefumsjónarkerfi, gera nauðsynlegar útlitsbreytingar og uppfæra á vefþjón. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
  • nota viðeigandi tæki og velja hugbúnað sem tengjast vefhönnun á réttan og markvissan hátt. Námsmat: framistöðumat.
  • setja upp heimasíðu, viðhalda og þróa. Námsmat: leiðsagnarmat og frammistöðumat.
  • hanna vefmiðla/vefsíður fyrir skipulagða starfsemi. Námsmat: frammistöðumat.
  • rökstyðja ákvarðanir um eigin hönnun og framsetningu og taka þátt í gagnrýnu samtali um hönnun, vinnuferli og framsetningu. Námsmat: frammistöðu- og sjálfsmat.
  • nýta sér vefumhverfið á skipulagðan og áhrifamikinn hátt til kynningar og markaðssetningar. Námsmat: frammistöðumat.
  • skipuleggja og fylgja eftir verkferli á sviði upplýsinga- og gagnamiðlunar frá hugmynd til lokaafurðar. Námsmat: leiðsagnar-, frammistöðu- og sjálfsmat.
  Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.