Í áfanganum þjálfast nemendur í notkun töflureiknis og hugbúnaðar til ritvinnslu, glærugerðar og tölvupóstssamskipta. Þá verður farið í leit á Netinu og hvernig meta á gögn sem leitað er eftir. Einnig kynnast nemendur einfaldri vefsíðugerð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkun töflureiknis og hugbúnaðar til ritvinnslu
glærugerðar og tölvupóstssamskipta
leit á Netinu og hvernig meta á gögn sem leitað er eftir
einfaldri vefsíðugerð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna í þeim hugbúnaði sem kennt er á
fylgja fyrirmælum við vinnslu verkefna í viðkomandi hugbúnaði
setja upp og ljúka verkefnum samkvæmt fyrirmælum
vista skjöl sem hann vinnur með á viðeigandi stað
leita að gögnum og meta gæði þeirra
forrita einfaldar vefsíður með texta og myndum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota þann hugbúnað sem kennt er á á sjálfstæðan hátt
nýta hugbúnaðinn við aðrar aðstæður, í skóla og starfi
finna upplýsingar og gögn sem nýtast honum í námi og starfi
búa til einfaldar vefsíður
Námsmat skal vera fjölbreytt og byggja á verkefnavinnu með áherslu á leiðsagnarmat.