Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426160639.92

    Hreyfigrafík fyrir grafíska hönnun
    GRHÖ2HR05
    2
    Grafísk hönnun
    Hreyfigrafík
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum hreyfigrafíkur/lagkvikunar til framsetningar á kynningarefni og til persónulegrar sköpunar. Áfanginn byggir á þeim grunni sem nemendur hafa aflað sér í teikningu, lita- og formfræði, ljósmyndun, grafískri hönnun og kvikmyndun. Nemendur læra að vinna með tímalínu (lagkvikun), stjórna hreyfingum, lífga einfalda hluti og form, vinna með texta og myndir á hreyfingu og setja saman ljósmyndir og lifandi upptökur. Áhersla er á að nemendur tengi vinnuna við sitt áhugasvið og öðlist færni í að nýta sér hreyfigrafík til kynningar á eigin verkum, auglýsingagerðar og kynningar á öðrum viðburðum á skapandi og áhugaverðan hátt.
    SJLI1TE05, SJLI1MH05, VEFH1GR05, LJÓR2LM05, KVMG2FK05, KVMG2FK05, GRHÖ1GH05 (SJL1A05, SJL1B05, VEF1A05, LJÓ2A05, KVI2A05,GRA2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim möguleikum sem hreyfigrafík/lagkvikun býður upp á.vikun býður upp á.
    • hvernig lagkvikun er uppbyggð á tímalínu.
    • hvernig texti er gerður „lifandi” á myndfleti.
    • hvernig hægt er að vinna með texta, form, lifandi myndir og kyrrmyndir saman á myndfleti.
    • hvernig nýta má hreyfigrafík til auglýsingagerðar, kynningar á sýningum, eigin verkum, og öðrum viðburðum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með hreyfingu á tímalínu.
    • vinna með lög (layera) og maska.
    • gera texta „lifandi” á myndfleti.
    • nýta effekta til breytinga.
    • setja saman ljósmyndir, kvikmyndir og texta á tímalínu.
    • að umskrá (rendera) og vista hreyfigrafík.
    • vinna kynningarefni með hreyfigrafík.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja saman ljósmyndir, kvikmyndir, texta og form í heildstæða hreyfimynd. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    • kynna viðburði þar sem hreyfigrafík er notuð á markvissan og áhrifamikinn hátt. Námsmat: frammistöðumat.
    • nýta sér hreyfigrafík sem miðil til persónulegrar sköpunar og kynningar á eigin efni. Námsmat: frammistöðumat.
    • vinna auglýsingar þar sem hreyfigrafík er notuð á markvissan og áhrifamikinn hátt. Námsmat: frammistöðumat.
    • fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt. Námsmat: sjálfsmat, skýrsluskil og kynningar.
    • koma verkum sínum á framfæri á vefmiðlum. Námsmat: frammistöðumat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.