Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426163800.69

  Verkstæði - grafískrar hönnunar
  GRHÖ3SV05
  4
  Grafísk hönnun
  Sjálfstæð vinnubrögð
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, skapandi hugsun, samvinnu og virka þátttöku nemenda. Nemendur vinna að verkum sem fela í sér samþættingu leiklistar, kvikmyndunar og grafískrar hönnunar í samráði við kennara. Mikilvægt er að nemendur afli sér viðbótarþekkingar í samræmi við innihald verka sinna. Nemendur skilgreina verk sín út frá markhópi, tilgangi og listrænu inntaki. Í áfanganum sviðsetja nemendur leikin atriði, taka upp, ljósmynda og vinna kynningarefni. Í lok áfangans sýna nemendur verk sín á opinberum vettvangi.
  SJLI1TE05, SJLI1MH05, VEFH1GR05, LJÓR2LM05, GRHÖ1GH05, GRHÖ2AU05, GRHÖ3PH05, UHÖL2UM05 (SJL1A05, SJL1B05, VEF1A05, LJÓ2A05, GRA2A05, GRA2B05, GRA3A05, UMB2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig nýta má þá sérhæfðu þekkingu sem hann hefur aflað sér til framsetningar á mynd- og sviðsverkum.
  • gildi og mikilvægi samvinnu.
  • vinnuferlum.
  • þeim tækjum og hugbúnaði sem nauðsynlegur er við verkefnavinnu.
  • mikilvægi tilraunastarfsemi.
  • verkferlum við sýningarhald.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja og vinna heildstæð verk sem byggja á sérhæfðri þekkingu í grafískri hönnun, ljósmyndun, myndvinnslu, leiklist og kvikmyndun.
  • afla sér nauðsynlegrar viðbótarþekkingar.
  • setja upp sýninga.
  • taka upp, ljósmynda, auglýsa og kynna sýningar.
  • rökstyðja ákvarðanir á faglegum grunni.
  • greina frá inntaki verka á skýran og greinargóðan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka virkan þátt í samvinnu. Námsmat: frammistöðumat.
  • fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt. Námsmat: sjálfsmat og frammistöðumat.
  • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun. Námsmat: frammistöðumat.
  • skila heilsteyptum og fullbúnum verkum til sýningar. Námsmat: leiðsagnar-, frammistöðu-, jafningja- og sjálfsmat.
  • standa fyrir sýningu í opinberu rými. Námsmat: leiðsagnar- og framistöðumat.
  • útbúa kynningarefni fyrir sýningu. Námsmat: leiðsagnar- og framistöðumat.
  Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefna- og sjálfsmats.