Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426167309.5

  Inngangur að hug- og félagsvísindum
  INGA1HF05
  1
  Inngangur
  hug- og félagsvísindi
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er farið yfir helstu viðfangsefni í hug- og félagsvísindum og tengsl þeirra innbyrgðis. Sérstök áhersla er lögð á þekkingafræðilegan og heimspekilegan grunn hug- og félagsvísinda og áhrif hugmyndafræðinnar á skoðanir okkar og hugsun. Einnig er farið í helstu rökvillur og birtingarmyndir þeirra.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu viðfangsefnum hug- og félagsvísindagreina og hvernig þær hafa áhrif hvor á aðra
  • gildi heimspekilegra samræðna
  • þekkingarfræðilegum grunni hug- og félagsvísinda
  • áhrifum hugmyndafræðinnar á skoðanir okkar og hugsun
  • rökvillum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita gagnrýnni hugsun og færa rök fyrir máli sínu
  • eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti
  • beita öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu við lausn verkefna
  • nota fjölbreyttar námsaðferðir og afla gagna á margvíslegan hátt
  • meta vinnuframlag sitt og setja sér raunhæf markmið
  • meta stöðu sína innan samfélagsins
  • lesa í og skilja umfjöllun um helstu stofnanir samfélagsins
  • lesa úr og túlka talnagögn um samfélagsleg málefni
  • rökræða gegnum virka hlustun og eigin tjáningu
  • tjá sig í ræðu og riti á skipulagðan hátt um viðfangsefni sem tengjst hug- og félagsvísindum
  • spyrja og svara heimspekilegum spurningum
  • greina einfaldar rökvillur í ræðu og riti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda nám í hug- og félagsvísindagreinum á framhaldsskólastigi
  • setja fram eigin skoðun og taka þátt í umræðum
  • gera sér grein fyrir samspili þekkingar, umburðarlyndis og fordóma
  • fjalla um skoðanir og gildi annara af virðingu og víðsýni
  • átta sig á hvernig hugmyndafræði hefur áhrif á skoðanir í samfélaginu
  • greina rökvillur í daglegum samskiptum
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Skriflegt lokapróf.