Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Titill
Lokaverkefni grafískrar hönnunar
Viðfangsefni
Lokaverkefni
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla
Lýsing
Í áfanganum vinna nemendur að lokaverkefni sínu á sviði grafískrar hönnunar. Áhersla er á að nemendur þrói með sér sjálfstæð vinnubrögð og sýni skipulagt vinnuferli frá fyrstu hugmynd að lokaafurð. Mikilvægt er að nemendur afli sér viðbótarþekkingar í samræmi við innihald verka sinna. Nemendur kynna verkefni sín reglulega og allt vinnuferli þarf að vera sýnilegt. Áhersla er á áræðni, frumkvæði og skapandi hugsun. Í lok áfangans standa nemendur fyrir lokasýningu í opinberu rými og miðla þar fagurfræðilegum styrk sínum.
Forkröfur
SJLI1TE05, SJLI1MH05, GRHÖ1GH05, GRHÖ2AU05, GRHÖ3PH05, LJÓR2LM05, VEFH1GR05, VSTÆ3LS05 (SJL1A05, SJL1B05, GRA2A05, GRA2B05, GRA3A05, LJÓ2A05, VEF1A05, VEL3A05)
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig nýta má þá sérhæfðu þekkingu sem hann hefur aflað sér til framsetningar á eigin verkum.
sjálfstæðum vinnubrögðum.
þeim tækjum og hugbúnaði sem nauðsynlegur er við verkefnavinnuna.
mikilvægi þess að fylgjast vel með því sem er að gerast í listum og menningu líðandi stundar.
eigin sérstöðu og einstaklingsstyrk.
mikilvægi tilraunarstarfsemi.
verkferlum við sýningarhald.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja og vinna heildstæð verk sem byggja á sérhæfðri þekkingu í grafískri hönnun, ljósmyndun, myndvinnslu og kvikmyndun.
rökstyðja ákvarðanir á faglegum grunni.
kynna og greina frá inntaki verka sinna á skýran, skipulagðan og greinargóðan hátt reglulega á vinnuferinu.
vinna sjálfstætt.
gera vinnuferlið sýnilegt á öllum stigum vinnunar.
afla sér nauðsynlegrar viðbótarþekkingar, skoða, lesa og útskýra verk annarra af víðsýni og þekkingu.
setja verk sín upp til sýningar í opinberu rými.
auglýsa og kynna lokasýninguna.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt. Námsmat: sjálfsmat og frammistöðumat.
greina, tjá sig um og meta verk annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi. Námsmat: frammistöðumat.
nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun. Námsmat: frammistöðumat.
skila af sér heilsteyptum, fullbúnum verkum til sýningar. Námsmat: leiðsagnar-, frammistöðu-, jafningja- og sjálfsmat.
koma verkum sínum á framfæri á opinberum vettvangi með sýningu og birtingu á skjámiðlum. Námsmat: frammistöðumat.
standa fyrir sýningu í opinberu rými. Námsmat: leiðsagnar- og framistöðumat.
útbúa kynningarefni fyrir sýningu. Námsmat: leiðsagnar- og framistöðumat.
Námsmat
Leiðsagnarmat, frammistöðumat, jafningjamat og sjálfsmat.