Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426176105.96

  Goðafræði, mál og menning
  ÍSLE2GO05
  58
  íslenska
  goðafræði, málnotkun og ritun, málsaga
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað er ítarlega um norræna goðafræði og helstu þættir málsögu eru teknir fyrir. Einnig læra nemendur um mismunandi gerðir bókmennta. Nemendur eru þjálfaðir í gerð kjörbóka- og heimildaritgerða og læra um grundvallarvinnubrögð ritunar.
  B í grunnskóla eða sambærilegur undirbúningur
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • norrænni goðafræði, helstu goðum hennar og hlutverkum þeirra
  • uppbyggingu og einkennum smásagna
  • sögu tungumálsins og mótun íslenskrar málstefnu
  • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
  • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
  • mismun bundins og óbundins máls
  • grunnhugtökum bókmenntafræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa mismunandi gerðir bókmennta
  • vinna mismunandi tegundir ritgerða
  • greina bundið mál út frá þeim reglum sem gilda um uppbyggingu þess
  • greina helstu einkenni smásagna frá öðrum bókmenntagreinum
  • greina mismunandi málsnið og tungutak út frá aldri texta
  • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
  • nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja á milli heimilda með gagnrýnum hætti ...sem er metið með... ritgerðavinnu
  • taka þátt í umræðum um goðafræði ...sem er metið með... virkni í kennslustundum
  • lesa fjölbreyttar bókmenntir og meta þær út frá viðfangsefnum áfangans ...sem er metið með... verkefna- og ritgerðavinnu
  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti ...sem er metið með... tjáningu og skriflegum verkefnum
  • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn.