Nemendur læra undirstöðuatriði heimildamyndagerðar, frá hugmynd að fullgerðri kvikmynd. Farið verður í öll framleiðslustig heimildamyndagerðar: Í forframleiðslu að velja viðfangsefni, þróa hugmynd, útbúa handrit og gera fjárhags- og upptökuáætlun; í framleiðslu að skoða skipulag og upptökur. Í eftivinnslu verður farið í klippingu, hljóðsetningu, litaleiðréttingu og annað sem til þarf til að gera heimildakvikmynd sýningarhæfa. Lögð er áhersla á fræðilegan bakgrunn og sögu heimildamyndagerðar.