Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426236997.18

  Nútímabókmenntir og hugtakabeiting
  ÍSLE2NH05
  76
  íslenska
  bókmenntasaga 1900 til samtímans, hugtakabeiting, nútímabókmenntir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað verður um bókmenntasögu frá 1900 til samtímans. Lesnir verða fjölbreyttir textar. Nemendur læra helstu hugtök bókmenntafræði og æfast í að beita þeim. Einnig verður lögð áhersla á munnlega tjáningu. Nemendur þjálfast í samræðutækni, að tjá skoðun sína og að taka afstöðu. Nemendur fá leiðbeiningar við ritun texta og við notkun heimilda.
  B í grunnskóla eða sambærilegur undirbúningur
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnhugtökum varðandi bókmenntir og bragfræði
  • helstu stefnum og straumum frá 1900 til samtímans
  • gildi fjölbreytts orðaforða, orðasambanda og ólíks málsniðs í ræðu og riti
  • samræðu- og viðtalstækni
  • byggingu ritsmíða og þeim reglum sem gilda um uppsetningu og frágang ritsmíða
  • grunnatriðum heimildavinnu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa fjölbreytta texta, jafnt nytjatexta sem skáldverk
  • beita myndmáli og stílbrögðum í tali og ritmáli
  • beita upplýsingalæsi og nota handbækur og upplýsingaveitur
  • beita samræðutækni og viðtalstækni
  • rita persónulegan texta
  • vinna mismunandi tegundir ritgerða
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
  • taka afstöðu af umburðarlyndi og útskýra sjónarmið sín
  • láta hugmyndaflugið njóta sín
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt í ræðu og riti, með fjölbreyttum orðaforða sem tekur mið af mismunandi málsniði
  • velja heimildir með gagnrýnum hætti
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn.