Fjallað verður um bókmenntasögu frá 800 til 1550. Nemendur beita helstu hugtökum bókmenntafræði. Lesnir verða fjölbreyttir textar. Meginbreytingar í málinu verða kynntar. Nemendur skrifa bókmenntaritgerð byggða á rannsókn. Farið verður dýpra í heimildavinnu, heimildarýni og meðferð tilvitnana. Nemendur kynna eigin rannsókn og sitja fyrir svörum. Hugtök í beyginga- og setningafræði verða kynnt nánar og skilningur á þeim dýpkaður.
10 einingar á hæfniþrepi 2
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
bókmenntum og menningu tímabilsins 800-1550
helstu bókmenntahugtökum
helstu hugtökum í bragfræði
þróun orðaforðans og grundvallarbreytingum á málkerfi íslenskunnar
helstu hugtökum í málfræði og setningafræði
lögmálum bókmenntaritgerða
gerð rannsóknaspurninga og mikilvægi úrvinnslu heimilda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita bókmenntahugtökum
nota menningarlegar vísanir í eigin texta
nota mismunandi málsnið
nýta málfræði- og stílfræðihugtök í umræðum um málið og þróun þess
skrifa skýran, vel uppbyggðan texta á vönduðu máli með fjölbreyttum orðaforða
beita innsæi og ímyndunarafli í ræðu og riti
eiga samræður um álitamál
flytja mál sitt á áheyrilegan hátt
meta gildi og áreiðanleika heimilda
tengja tilvitnanir eigin umfjöllun og leggja út af þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera gagnrýninn í hugsun og hafa lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi
draga ályktanir og færa rök fyrir skoðun sinni
þroska bókmenntasmekk sinn og lesa sér til ánægju
átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og túlka dýpri merkingu texta
nýta málsögu til skilnings á fornum textum
skilja menningu ólíkra tíma
setja fram skoðanir sínar og virða skoðanir annarra
rökræða bókmenntaverk, t.d. siðferðileg álitamál
vera skapandi í málnotkun
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn.