Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426242254.16

    Vinnustaðanám í hestamennsku – seinni hluti
    VINH3SH10
    1
    Vinnustaðanám í hestamennsku
    Seinni hluti
    Samþykkt af skóla
    3
    10
    Í áfanganum fer fram kynning og verkleg þjálfun á ýmsum störfum í hestamennsku. Meginviðfangsefni áfangans er að nemandinn fái að aðstoða við og framkvæma helstu verk sem unnin eru varðandi hrossahald starfsnámsstaðarins og auki þar með þekkingu sína, verkfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Fái innsýn í í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús/hestatengds ferðaþjónustufyrirtækis svo og þjálfun í mannlegum samskiptum. Fylgist með beitarástandi lands sem og kanni þjálfunarástand hesta. Nemandinn heldur dagbók yfir allt tímabilið þar sem koma fram lýsingar á daglegri vinnu auk lista yfir unnar klukkustundir. Einnig þarf hann að skrifa verklýsingar á verkþáttum starfsnámsins og gera þjálfunarplan fyrir a.m.k. 1 hest. Lögð er áhersla á það að nemandi fái tækifæri til að taka þátt í helstu verkum starfsnámsstaðarins og fái að grunnþjálfa hesta og fylgja eftir markvisst a.m.k. einum hesti. Fyrir þann hest er gerð þjálfunaráætlun og lagt mat á árangur við lok starfsnáms. Starfsþjálfunin fer fram að sumri. Það þarf að skila minnst 240 klukkustundum á ekki skemmri tíma en 6 vikum til að uppfylla skilyrði áfangans. Vinnutíminn skal falla að því starfi sem fram fer á starfsnámsstaðnum. Nemandi finnur sér sjálfur starfsnámsstað og umsjónarmann, sem verkefnisstjóri skólans þarf að samþykkja áður en starfsnám hefst. Hlutverk umsjónarmanns er að stjórna starfsnáminu á staðnum, kenna nemandanum og meta framvindu námsins.
    HEST2KF03, REIM2KF05, FÓHE1GR03, FÓHE2HU03, VINU3SH02. Unnt er að taka starfsnámsáfangana, VINH2FH10 og VINH3SH10, hvern á fætur öðrum að uppfylltum skilyrðum undanfara.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Viðteknum starfsaðferðum og vinnulagi sem nýst getur í hestamennsku
    • Starfs- og ábyrgðarsviði starfsnema
    • Mismunandi vinnuaðferðir og nálgun við þjálfun hesta
    • Helstu þjálfunaraðferðum
    • Kostum og göllum mismunandi vinnuaðferða
    • Mati á tamningu og þjálfunarstigi hrossa.
    • Mati á beitilandi fyrir hross.
    • Markmiðasetningu í hestamennsku
    • Þjálfunaráætlunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tileinka sér viðeigandi vinnubrögð á starfsnámsstað
    • Leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    • Geta unnið sjálfstætt og af fagmennsku við afmörkuð verkefni
    • Þekkja kosti og galla ólíkra vinnuaðferða
    • Meta beitiland fyrir hross
    • Meta þjálfunarástand hrossa
    • Vinna markvisst og búa til þjálfunaráætlun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna helstu verkefnum, verkþáttum og vinnubrögðum starfsnámsstaðarins
    • sinna grunnþáttum er lúta hirðingu og aðbúnaði hesta
    • aðstoða við faglega þjálfun hests
    • geta brugðist rétt við algengustu óhöppum sem upp koma við ástundun hestamennsku
    • nota mismunandi vinnuaðferðir og nálgun við þjálfun hesta
    • meta þjálfunarástand hrossa á þartilgerðum matsblöðum
    • sýna frumkvæði og fagmennsku við ólík úrlausnarefni á starfsnámsstaðnum
    • setja sér markmið í hestamennsku og vinna kerfisbundið samkvæmt þeim
    • hafa gott vald á eigin líkama, ásetu og stjórnun á hestbaki og nálgast fag sitt af ábyrgð og virðingu.
    • nýta sér búnað og aðstöðu og fjölbreyttar aðferðir til að hámarka góðan árangur við þjálfun hests.
    • grunnþjálfa hest á líkamlegum og andlegum forsendum hestsins, með tilliti til jafnvægis og góðs forms.
    • setja upp skynsamlegar aðstæður við þjálfun hests og leggja mat á árangur.
    • greina þjálfunarstig hesta og setja fram einfaldar þjálfunaráætlanir og fylgja þeim.
    • nýta sér flestar fimiæfingar rétt við þjálfun þegar við á.
    • þjálfa markvisst og geta bætt allar grunngangtegundir auks tölts.
    • greina og bregðast á viðeigandi hátt við helstu sjúkdómum/vanheilsu hrossa.
    • greina rétta og góða járningu fótstöðu.
    Rétt útfyllt ferilbók