Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426243939.14

  Fjölkameruvinnsla
  KVMG2FJ05
  10
  kvikmyndagerð
  Fjölkameruvinnsla
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur læra vinnubrögð við fjölkameruvinnslu í myndveri, á vettvangi og beinum útsendingum. Nemendur læra að skipuleggja og undirbúa upptökur og útsendingar. Nemendur þjálfast í helstu myndversstörfum; kameruvinnslu, hljóðupptöku, lýsingu, tæknistjórnun, sviðsstjórn, stjórn upptöku og útsendingar. Nemendur læra grunnatriði þjöppunar, birtingar kvikmynda á vef og beinna útsendinga.
  KVMG2FK05, KVMG2HE05, LJÓR2LM05 (KVI2A05, KVI2B05, LJÓ2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og skipulagi á vinnu í myndveri og beinum útsendingum.
  • mikilvægi samvinnu og samhæfingar í myndversvinnu.
  • helstu störfum og hlutverkaskipan í myndveri.
  • faglegum og tæknilegum útfærslum vegna myndversvinnu.
  • ferlinu frá skipulagningu að útsendingu.
  • mikilvægi frágangs og verkefnaskila.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja og undirbúa upptökur í myndveri.
  • undirbúa myndstjórn til upptöku.
  • stilla upp leikmynd og lýsa.
  • stilla upp tækjum í myndveri.
  • ganga í öll störf við myndversupptökur.
  • taka upp og senda beint út.
  • ganga frá eftir upptökur.
  • klippa efni og skila á viðeigandi formi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • undirbúa og skipuleggja myndversupptökur og beinar útsendingar (leiðsagnarmat, frammistöðumat).
  • ganga í öll helstu störf í myndveri og myndsjórn (leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat).
  • undirbúa, taka upp og eftirvinna eigin myndversupptöku (leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat).
  • stjórna upptökum í myndveri og beinum útsendingum (leiðsagnamat, sjálfsmat, jafningjamat).
  Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnavinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).