Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426244215.91

  Tölfræði og líkindareikningur
  STÆR2TL05
  116
  stærðfræði
  líkindareikningur, tölfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er fjallað um töluleg gögn og myndræna framsetningu þeirra. Einnig er farið í einkennistölur gagnasafna, s.s. miðsækni og deifingu. Fjallað er um líkindareikning, normaldreifingu og fylgni. Unnið er með gagnasafn þar sem unnið er úr helstu einkennistölum þess.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lýsandi tölfræði
  • miðsækni og dreifingu gagnasafna
  • líkindareikningi
  • tvíliðaformúlunni, normaldreifingu og z-stigum
  • fylgnihugtakinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna helstu einkennistölur gagnasafna, s.s miðsækni og dreifingu
  • búa til tíðnitöflur og setja þær upp á myndrænan hátt
  • nýta sér töflureikni við úrvinnslu gagna
  • reikna út líkindi og vinna með samantektir og umraðanir
  • reikna fylgni
  • reikna z-stig og draga tölfræðilegar ályktanir af normaldreifðu þýði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna
  • vara sig á misbeitingu tölfræðinnar, t.d. í sambandi við prósentureikning og sér í lagi varðandi myndræna framsetningu
  • lesa tölulegar upplýsingar og draga gagnrýnar ályktanir út frá þeim
  Áhersla er á símat og tíða endurgjöf. Námsmat byggir einnig á könnunarprófum og samvinnuverkefnum. Í áfanganum er lokapróf.