Í áfanganum er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu. Komið er inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu ss. Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta.Einnig er komið inn á íþróttir Grikkja, íþróttir Etrúra og íþróttir Rómverja. Fjallað er um gildi og hlutverk íþrótta í nútíma samfélagi. Komið er inn á félagslegar rannsóknir á sviði íþrótta á Íslandi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun, ásamt tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, ss. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu hérlendis og hvernig við tengjumst heimssamtökunum.
SAGA2MS05 eða sambærilegur áfangi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu íþrótta í heiminum til forna, allt frá grikkjum
sögu íþrótta á Íslandi fyrr og nú
glímu, sem þjóðaríþrótt Íslendinga
helstu atriðum í sögu Ólympíuleika
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja gildi íþrótta sem forvarnarstarfs
skilja samfélagslegt gildi íþrótta fyrr og nú
skilja gildi íþrótta sem söluvöru
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja uppbyggingu og skipulag íþróttahreyfingarinnar á Íslandi
læra um áhrifamátt og tengsl fjölmiðla og fjármagns við íþróttir
taka þátt í umræðum um íþróttir í samfélaginu í víðum skilningi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.