Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426429484.69

  Mótun nútímasamfélags
  SAGA2UN05
  57
  saga
  Mótun nútímasamfélags
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn fjallar um mótun nútímasamfélags með megináherslu á tímabilið frá því um 1800 og fram um miðja 20. öld. Umfjöllun hefst við lok upplýsingaraldar og lýkur á umbrotatímum 20. aldar.
  SAGA1ÞM05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þróun vestræns samfélags frá byltingartímum 18. aldar
  • hinu mikla breytingaskeiði frá því um 1800 og fram á 20. öld
  • tengslum íslenskrar sögu við hina almennu sögu tímabilsins
  • helstu einkennum Íslands í samanburði við umheiminn
  • umbyltingu samfélagsins frá lokum 19. aldar samhliða hinni íslensku iðnbyltingu
  • mótun nútímasamfélags, atvinnuhátta og stjórnmála
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fást við sögulegar orsakaskýringar
  • nota heimildir og leggja á þær gagnrýnið mat
  • leita sér þekkingar með sjálfstæðum hætti
  • miðla þekkingu sinni á skipulegan hátt og taka þátt í samræðum um álitamál
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita gagnrýnni hugsun í glímu við söguleg og samtímaleg viðfangsefni
  • kanna á sjálfstæðan hátt þætti úr sögu eigin umhverfis og samfélags
  • semja frambærilega heimildaritgerð
  • átta sig á baksviði ýmissa þeirra viðfangsefna og vandamála sem samtími hans stendur frammi fyrir
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.