Í þessum er lögð áhersla á að nemendur læri á MS Office upplýsingatæknipakkann með megin áherslu á ritvinnsluna Word og töflureikninn Excel en kynnist jafnframt glærugerðarforritinu Power Point. Nemendur læra jafnframt að nýta tölvukerfi skólans í námi sínu. Leitast er við að kynna nemendum fyrir mismunandi tegundum af sameiginlegri skjalavinnslu sem og skjalavörslu á netinu. Fyrirbærið alnetið er einnig skoðað og fjallað um siðfræði þess, höfundarrétt, netöryggi og persónuvernd. Áhersla er lögð á að nemendur velti fyrir sér eigin gildum varðandi samskipti á netinu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skjalavistunaraðferðum í tölvukerfi skólans sem og hvað sameiginlegt skráarsvæði er og hver gagnsemi þeirra er, t.d. DropBox eða SkyDrive