Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426434077.45

    Upplýsingatækni
    UPPT1OF05
    12
    upplýsingatækni
    Upplýsingatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum er lögð áhersla á að nemendur læri á MS Office upplýsingatæknipakkann með megin áherslu á ritvinnsluna Word og töflureikninn Excel en kynnist jafnframt glærugerðarforritinu Power Point. Nemendur læra jafnframt að nýta tölvukerfi skólans í námi sínu. Leitast er við að kynna nemendum fyrir mismunandi tegundum af sameiginlegri skjalavinnslu sem og skjalavörslu á netinu. Fyrirbærið alnetið er einnig skoðað og fjallað um siðfræði þess, höfundarrétt, netöryggi og persónuvernd. Áhersla er lögð á að nemendur velti fyrir sér eigin gildum varðandi samskipti á netinu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skjalavistunaraðferðum í tölvukerfi skólans sem og hvað sameiginlegt skráarsvæði er og hver gagnsemi þeirra er, t.d. DropBox eða SkyDrive
    • mikilvægi tölvunnar í námi og lífinu öllu
    • mismnandi eiginleikum ritvinnslu, töflureiknis, glærugerðarforrits
    • MS Office hugbúnaðarpakkanum ásamt eiginleikum Office 365 til vinnslu og vörslu skjala á netinu
    • virkni Google Docs til vinnslu og vörslu skjala á netinu
    • siðfræði alnetsins, sem og kostum þess og göllum ásamt eigin gildum er snúa að netnotkun, niðurhali og miðlun upplýsinga á netinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vista skjöl á mismunandi svæðum í tölvukerfi skólans
    • nota sameiginlega skráarsvæðið DropBox sér til gagns
    • velja aðferðir og verkfæri sem henta ólíkum verkefnum í upplýsingatækni
    • vinna og setja upp skjöl í ritvinnslu, t.d. ritgerðir á mismunandi hátt
    • hagnýta eiginleika töflureikna, formúlur, jöfnur og myndrit til að vinna með töluupplýsingar
    • gera glærukynningu með markvissri framsetningu upplýsinga
    • nota Google Docs til vinnslu og vörslu skjala
    • greina helstu hættur sem snúa að persónuvernd og samskiptum á netinu
    • nota tölvuna og netið sér til gagns á ábyrgan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér upplýsinga og bera saman eiginleika mismunandi tegunda af sameiginlegum skráarsvæðum
    • bera saman og meta eiginleika mismunandi upplýsingatækniforrita
    • skipuleggja varðveislu gagna sinna
    • meta efni af netinu á gagnrýninn hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.