Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426436419.46

    Byrjunaráfangi í spænsku
    SPÆN1BY05
    54
    spænska
    byrjunaráfangi í spænsku
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum byrjunaráfanga er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum tungumálsins og kynnist grundvallaratriðum í menningu spænskumælandi landa. Nemendur eru þjálfaðir í færniþáttunum fjórum: ritun, lesskilningi, hlustun og tali. Þeir byggja upp hversdagslegan orðaforða og fá þjálfun í að skilja og nota einfaldar setningar til að geta lýst sínu nánasta umhverfi, s.s. að kynna sig og aðra, tala um fjölskyldu sína og áhugamál. Nemendur þjálfist í að eiga einföld samskipti við aðra og geti spurt spurninga um persónulega hagi, s.s. nafn, uppruna, búsetu, heimilisfang og símanúmer, og svarað þeim. Unnið er með grunnkennslubók sem tekur mið af evrópska tungumálarammanum ásamt ítarefni. Áfanginn er á hæfniþrepi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • nokkrum grundvallaratriðum spænska málkerfisins
    • helstu framburðarreglum og tónfalli
    • nokkrum grundvallaratriðum í menningu og siðum spænskumælandi landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja þegar talað er hægt og skýrt um kunnuleg efni
    • skilja einföld fyrirmæli, einfaldar spurningar um daglegt líf, helstu kveðjur og ávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
    • skrifa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum á einhvern hátt
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og greina á milli persónulegs samtals og kurteisisforms
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og ýmsu úr daglegu lífi
    • geta borið spænsku fram samkvæmt reglum um framburð, áherslur og málvenjur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
    • skilja einfalt talað mál þegar talað er hægt og skýrt
    • skilja megininntak einfaldra texta
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.