Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426505172.89

    Skrefað, skrifað og skrafað um nærsamfélagið/átthagana.
    ÍSLE2SÁ05
    75
    íslenska
    Skrefað, skrifað og skrafað um nærsamfélagið/átthagana.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Skapandi skrif í kjölfar gönguferða um nærsamfélagið/átthagana. Kennslan fer fram bæði úti og inni. Inni fer fram fræðsla um skapandi skrif auk þess sem nemendur fá handleiðslu í málnotkun og ritun. Reifuð verður merking hugtaksins umhvefislæsi og stiklað á stóru í sögu byggðar. Þá verður farið í nokkuð drjúgar gönguferðir hálfsmánaðarlega þar sem nemendur fá tækifæri til að fræðast um ýmislegt sem á leið þeirra verður. Að því búnu eiga þeir að setja saman hugleiðingar frá eigin brjósti um upplifun sína og skila af sér vönduðum texta. Ætlast er til þess að nemendur flytji mál sitt frammi fyrir nemendahópnum.
    ÍSLE2RL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnubrögðum við skapandi skrif af ýmsu tagi
    • útiveru og nánum samskiptum við náttúruna
    • vistfræðilegum og sögulegum grunni sem nærsamfélagið hvílir á
    • hugtakinu umhverfislæsi í víðustu merkingu
    • möguleikum tungumálsins til blæbrigðaríkrar tjáningar á upplifun og reynslu
    • gildi þjóðfræði og þjóðsagna fyrr og nú
    • örnefnafræði
    • aðferðum til að bæta upplestur og framsögn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa texta sem á sér stoð í persónulegri upplifun og reynslu
    • segja skipulega og líflega frá
    • njóta samvista við náttúru
    • lesa í umhverfið með tilliti til náttúrfars og búsetu fyrr og nú
    • beita mismunandi stílbrigðum og blæbrigðaríku orðfæri
    • grafast fyrir um rætur örnefna
    • flytja mál sitt skilmerkilega frammi fyrir fjölda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla fyrir eigin rammleik færni sína til skapandi skrifa
    • nýta sér sköpunarmátt tungumálsins í bæði námi, starfi og leik
    • miðla með skýrum hætti eigin upplifun og reynslu til annarra
    • taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá