Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426520950.69

    Skapandi nám og starf
    SNOS1LV05
    1
    Skapandi nám og starf
    Lýðræðisleg vinnubrögð
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að efla nemandann í námi og starfi. Viðfangsefnin taka m.a. til lýðræðislegra vinnubragða, heilbrigðra lífshátta, sjálfbærni, forvarna og jafnréttis. Sérstakri athygli er beint að því að efla áhuga og innsýn nemenda í skapandi greinar lista og miðlunar með áherslu á sameiginlega upplifun og gagnrýna umræðu þar sem samfélagið og stofnanir þess eru í brennidepli. Nemandanum er gefinn kostur á að ígrunda nám sitt. Nemendum eru kynntar forsendur listnáms, tækjakostur og umgengnisreglur við hann. Einnig til hvers listnám getur leitt þannig að nemendur geri sér betur grein fyrir kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Lögð verður áhersla á að efla skilning nemandans á sjálfum sér, tilfinningum sínum, gildismati, lífsháttum og framtíðarsýn ásamt því að styrkja tjáningarhæfni, sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð. Unnið verður að því að efla samkennd nemenda þannig að þeir eigi með sér gefandi samskipti. Athygli er beint að nemandanum sjálfum sem uppsprettu þekkingar og sköpunar, sem geranda í eigin lífi og ábyrgum fyrir eigin árangri, heilbrigði og lífsfyllingu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum þáttum skólastarfs.
    • helstu stofnunum, sýningarsölum, fyrirtækjum og þjónustu hér á landi á sviði lista, hönnunar og miðlunar.
    • eðli og möguleikum náms á sviði lista, hönnunar og miðlunar.
    • lykilhugtökum samfélagsrýni (menning, lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni)
    • hugtökum sem varða ábyrgð og skyldur einstaklings í lýðræðissamfélagi.
    • hugtökum sem varða sálræna velferð, sjálfsskilning, náms- og starfshæfni, lífsstíl, heilbrigði og ábyrgð á eigin lífi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita upplýsinga um almenna þætti skólastarfs.
    • afla sér upplýsinga, skoða og kynnast heimi lista, hönnunar og miðlunar í samfélaginu.
    • rökræða og miðla skoðunum sínum um gildi sköpunar, lista og miðlunar.
    • rökræða og miðla skoðunum sínum um samfélagsleg málefni.
    • kynna sér leiðir til sjálfeflingar, heilbrigðis og árangurs.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta námsval sitt sér í hag og ná árangri í námi sínu. Námsmat: sjálfsmat, verkefnamat og leiðsagnarmat.
    • efla fagmennsku á sviði lista og miðlunar. Námsmat: jafningjamat og símat.
    • nota tækjabúnað í verkefnavinnu. Námsmat: verklegar æfingar og frammistöðumat.
    • stuðla markvisst að sjálfseflingu, heilbrigði og árangri. Námsmat: sjálfsmat, jafningjamat, frammistöðumat, símat, æfingar og frammistöðumat.
    • nýta tækifæri samvinnu. Námsmat: sjálfsmat, jafningjamat.
    • vinna sjálfstætt að verkefnaskilum. Námsmat: símat og leiðsagnarmat.
    • njóta félagslegrar virkni. Námsmat: símat, sjálfsmat, verkefnamat.
    • hugsa lausnamiðað. Námsmat: jafningjamat, frammistöðumat, símat.
    • taka á virkan og ábyrgan hátt þátt í samfélaginu og samfélagslegri umræðu. Námsmat: jafningjamat og sjálfsmat.
    • eiga í gefandi, uppbyggilegum og árangursríkum samskiptum og samvinnu við aðra. Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat, sjálfsmat.
    Verkefnavinna, frammistöðumat, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).