Markmið áfangans er að efla nemandann í námi og starfi. Viðfangsefnin taka m.a. til lýðræðislegra vinnubragða, heilbrigðra lífshátta, sjálfbærni, forvarna og jafnréttis. Sérstakri athygli er beint að því að efla áhuga og innsýn nemenda í skapandi greinar lista og miðlunar með áherslu á sameiginlega upplifun og gagnrýna umræðu þar sem samfélagið og stofnanir þess eru í brennidepli. Nemandanum er gefinn kostur á að ígrunda nám sitt. Nemendum eru kynntar forsendur listnáms, tækjakostur og umgengnisreglur við hann. Einnig til hvers listnám getur leitt þannig að nemendur geri sér betur grein fyrir kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Lögð verður áhersla á að efla skilning nemandans á sjálfum sér, tilfinningum sínum, gildismati, lífsháttum og framtíðarsýn ásamt því að styrkja tjáningarhæfni, sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð. Unnið verður að því að efla samkennd nemenda þannig að þeir eigi með sér gefandi samskipti. Athygli er beint að nemandanum sjálfum sem uppsprettu þekkingar og sköpunar, sem geranda í eigin lífi og ábyrgum fyrir eigin árangri, heilbrigði og lífsfyllingu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum þáttum skólastarfs.
helstu stofnunum, sýningarsölum, fyrirtækjum og þjónustu hér á landi á sviði lista, hönnunar og miðlunar.
eðli og möguleikum náms á sviði lista, hönnunar og miðlunar.