Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426581931.14

    Listir og menning 1
    LIME1LI05
    3
    listir og menning
    Listsköpun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að nemendur kynnist þeim menningarþáttum sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka ýmsa þætti lista- og menningarlífsins, þar á meðal myndlist, hönnun, leiklist og kvikmyndagerð. Nemendur skoða áhrif og tilgang lista í samfélaginu og í sögulegu samhengi, meðal annars með tilliti til virkni listalífs og hagrænna áhrifa. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist vel leiklist, kvikmyndagerð og grafískri hönnun. Ennfremur skoða nemendur hefðir í menningu og listum á Íslandi. Nemendur vinna í hópum þar sem farið er í vettvangsheimsóknir á vinnustofur listamanna aflað um þá heimilda til kynningar. Heimsóknunum er ætlað að veita nemendum betri innsýn í hinar ýmsu listgreinar og efla hæfni sína til skapandi starfa.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • listnámi á sviði leiklistar, kvikmyndalistar og grafískrar hönnunar.
    • starfsumhverfi leikara, kvikmyndagerðarmanna og grafískra hönnuða.
    • viðtalstækni.
    • framsetningu efnis til kynningar.
    • tengslum milli listgreina.
    • mikilvægi lista í menningarlegu samhengi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna hópverkefni
    • gera spurningalista fyrir viðtal
    • afla upplýsinga/heimildaleit
    • rannsóknavinnu á vettvangi
    • taka viðtöl
    • vinna úr upplýsingum
    • undirbúa kynningu
    • flytja fyrirlestur
    • meta verkefni annarra
    • velja sér áherslusvið innan listnámsbrautarinnar út frá eigin áhuga og styrk
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir sérstöðu leiklistar, kvikmyndunar og grafískra hönnunar sem listgreina. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
    • ræða á gagnrýninn hátt um áhrif lista og menningar í samfélaginu. Námsmat: frammistöðumat og jafningjamat.
    • nýta heimildir á viðurkenndan hátt og gæta að höfundarrétti/sæmdarrétti. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat og jafningjamat.
    • vinna úr og miðla á marvissan hátt menningalegu efni. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat og jafningjamat.
    • tengja efni áfangans við ríkjandi strauma og stefnur í listum og menningu líðandi stundar. Námsmat: leiðsagnarmat og jafningjamat.
    • kynna niðurstöður sínar á skýran og fjölbreytilegan hátt. Námsmat: frammistöðumat og jafningjamat.
    Símat (ástundun, þátttaka, framfarir), verkefnamat, leiðsagnarmat, jafningjamat.