Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426589200.88

  Fjölbreyttur skilningur og tjáningarhæfni
  ÞÝSK2FT05
  20
  þýska
  fjölbreytt málnotkun og lestur, framtíð, viðtengingarháttur, þolmynd
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga verður bætt við málfræðina til að auðga mál nemenda. Orðaforði daglegs lífs er dýpkaður og aukinn og meiri áhersla er lögð á umfjöllun um valin málefni líðandi stundar, t.d. fréttatengt efni. Nemendur velja sér verkefni tengdum áhugasviðum. Í áfanganum verður lesin skáldsaga þar sem áhersla er lögð á skriflega og munnlega tjáningu. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér upplýsingatækni í námi sínu og einnig til að nýta áfram þýsk-þýskar orðabækur við vinnu sína. Þessi áfangi er á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  ÞÝSK2ÞL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að auka hæfni í áfanganum
  • fjölbreyttri menningu í þýskumælandi löndum með áherslu á líf ungs fólks og geti samsamað það eigin reynslu
  • mismunandi og flóknari textagerðum, s.s. skáldsögum, tímaritsgreinum, kvikmyndum og hlustunarefni
  • grundvallaratriðum þýska málkerfisins, bæði flóknari málfræðiatriðum og orðatiltækjum sem auðga málvitund
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja meginefni lengri texta með almennum orðaforða og að nokkru leyti sérhæfðum
  • ná aðalatriðum í textum, dagblöðum, tímaritum eða á netinu með hjálp orðabókar
  • greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
  • nota fjölbreyttan orðaforða við almenn samskipti við þýskumælandi fólk
  • beita flóknari málfræðiatriðum af öryggi, s.s. viðtengingarhætti, framtíð og þolmynd
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja almennt mál, s.s. samræður og fjölmiðlaefni sem hann þekkir og bregðast rétt við ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
  • eiga samskipti við þýskumælandi aðila um efni sem tengjast daglegu lífi, ferðalögum, skóla og starfi ...sem er metið með... símati og verkefnamöppu
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra og geta leitað sér nauðsynlegra upplýsinga ...sem er metið með... símati og verkefnamöppu
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Öll verkefni sem eru unnin í áfanganum eru sett í möppu. Þessi verkefnamappa ásamt virkni myndar lokaeinkunn nemenda.