Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426589588.99

  Aukning á orðaforða og á tjáningarhæfni
  ÞÝSK3FÞ05
  2
  þýska
  fjölbreyttari og auðugari málnotkun, flóknari textar, lýsingarháttur nútíðar, þolmynd
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Lögð er áhersla á fjölbreytni í textavali og munnlega og skriflega beitingu málsins í tengslum við textana. Unnið er að hluta í þemavinnu, þ.e. notaðir eru fjölbreyttir textar og/eða myndefni þar sem fjallað er á ýmsa vegu um sama málefnið, t.d. umhverfi, vandamál og leiðir að lausnum þeirra. Nemendur velja sér kjörbók til að vinna með. Auk þess er fjallað nokkuð um málefni líðandi stundar í þýskumælandi löndum og um mállýsku- og menningarmun þýskumælandi landa í samanburði við eigið land. Við lok áfangans eiga nemendur að vera komnir að mörkum B1 og og B2 á evrópska tungumálarammanum en áhugasamir nemendur gætu þó verið komnir lengra.
  ÞÝSK2FT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreyttum orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að auka hæfni í áfanganum
  • fjölbreyttri menningu í þýskumælandi löndum
  • fjölbreyttum og flóknari textagerðum, s.s. skáldsögum, tímaritsgreinum, kvikmyndum og hlustunarefni
  • grundvallaratriðum þýska málkerfisins, bæði flóknari málfræðiatriðum s.s. lýsingarhætti nútíðar og orðatiltækjum sem auðga málvitund
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja meginefni lengri texta
  • greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum
  • ná aðalatriðum í textum í dagblöðum, tímaritum eða á netinu með hjálp orðabókar
  • beita flóknari málfræðiatriðum af öryggi, s.s. viðtengingarhætti, þolmynd og lýsingarhætti nútíðar
  • nota fjölbreyttan orðaforða við samskipti við þýskumælandi fólk
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja almennt mál, bregðast rétt við og geta rökstutt mál sitt ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
  • eiga samskipti við þýskumælandi aðila um efni sem er kunnuglegt ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra og geta leitað sér nauðsynlegra upplýsinga ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Öll verkefni sem eru unnin í áfanganum eru sett í möppu. Þessi verkefnamappa ásamt virkni myndar lokaeinkunn nemenda.