Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á spænska mál- og menningarsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Þessi áfangi er á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
grundvallarþáttum spænska málkerfisins
framburðarreglum og tónfalli í tungumálinu
spænskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp
lesa og skilja einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist umhverfi og áhugamálum
segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs
skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fylla út einföld eyðublöð, skrifa póstkort og skilaboð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja meginatriði einfaldra texta og greina einfaldar upplýsingar ...sem er metið með... talæfingum og samtalsverkefnum
greina einfaldar upplýsingar í töluðu máli ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um persónulega hagi og efni sem hann þekkir ...sem er metið með... verkefnavinnu og hópavinnu
skipuleggja frásögn og rökstyðja orðaval í ritun ...sem er metið með... skriflegum verkefnum
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Munnlegt og skriflegt lokapróf.