Áherslan er á nánasta umhverfi nemandans: heimilið, mat, tísku og smekk, skólann og starfið. Í tengslum við þessi þemu er siðum og samskiptavenjum í spænskumælandi löndum fléttað inn í kennsluna. Nemendur eru áfram þjálfaðir í öllum málfærniþáttum, hlustun, lesskilningi, ritun og tali með aukinni áherslu á tjáningu. Ný og flóknari málfræðiatriði eru tekin fyrir. Jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að nemendur tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Viðfangsefni í þessum áfanga eru á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
SPÆN1RL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem er nauðsynlegur til þess að mæta hæfniviðmiðum áfangans
borðsiðum og helstu samskiptavenjum á heimili, á veitingahúsum og í skóla
grundvallarþáttum spænska málkerfisins
uppbyggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
beygingu lýsingarorða, fjölbreyttri notkun tíða í sagnorðum og einfaldri þolmynd
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja einfalda texta sem tengist áherslusviðum áfangans eða eigin áhugamálum
fylgjast með frásögnum um kunnuglegt efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
fylgja aðalatriðum í samtali tveggja eða fleiri þegar rætt er um almenn efni og talað er skýrt og áheyrilega, jafnframt að geta borið fram spurningar sem tengjast efninu
afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga t.d. varðandi innkaup og daglegt líf á heimilinu
panta á kaffi- eða veitingahúsi, lýsa persónum, útliti og fatnaði
ræða við aðra um athafnir daglegs lífs eða reynslu sína
nota aukasetningar í ræðu og riti og segja frá orsakasamhengi og tilgangi
skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir, t.d. liðnum atburðum eða framtíðaráformum
skrifa feriliskrá og stöðluð bréf þar sem t.d. er sótt um vinnu
fylgja söguþræði í einföldum bókmenntum/léttlestrarbókum og geta svarað spurningum úr þeim efnislega
nota þau málfræðiatriði sem eru tekin fyrir í áfanganum til að tjá sig markvissar, bæði í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hlusta á og fara eftir leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum og geta brugðist rétt við ...sem er metið með... verkefnavinnu
eiga samskipti við spænskumælandi aðila um dagleg efni, t.d. á heimili, á veitingahúsi og í verslun og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
tjá sig betur en áður í ræðu og riti um eigin skoðanir og tilfinningar með því að bæta við lýsingum, orsök og tilgangi ...sem er metið með... verkefnavinnu
tileinka sér aðalatriðin í fjölbreyttum textum og geta dregið ályktanir af því sem er lesið ...sem er metið með... lesskilningsverkefnum og samræðum
fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum um kunnuglegt efni úr fjöl- og myndmiðlum ...sem er metið með... verkefnavinnu
skrifa samhangandi texta um þekkt efni, tengja atriði og gera grein fyrir orsakasamhengi og tilgangi ...sem er metið með... ritunarverkefnum
greina aðalatriði og afla sér upplýsinga úr mismunandi textum og geta dregið ályktanir af því sem hann les ...sem er metið með... verkefnavinnu
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Verkefnamappa ásamt virkni myndar vinnueinkunn nemenda. Gert er ráð fyrir að bæði munnlegt og skriflegt lokamat verði í áfanganum.