Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426592562.73

  Skáldsögur
  SPÆN2SK05
  15
  spænska
  skáldsögur og tjáning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á alla málfærniþætti með aukinni áherslu á munnlega og skriflega tjáningu. Málfræðiatriði, sem kynnt voru í undanförum, eru rifjuð upp og æfð í nýju samhengi. Textar verða lengri og þyngri og unnið er með ákveðin þemu sem t.d. tengjast dagblöðum og fjölmiðlum, ferðalögum, áhugaverðum stöðum á spænskumælandi svæðum, tómstundaiðju, veðri og veðurspá. Unnið er með mismunandi efni: texta í kennslubók, bókmenntatexta, tónlist og myndbönd. Smásögur og léttari bókmenntir á þyngdarskala 2 til 3 eru lesnar, og lögð áhersla á að nemendur tjái sig munnlega um efnið. Einnig er horft á myndefni. Nemendur halda kynningu í hópnum um valið efni. Viðfangsefni áfangans eru á stigi A2 samkvæmt samevrópska matsrammanum.
  SPÆN1TS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að ná hæfnimarkmiðum áfangans
  • mannlífi og menningu í spænskumælandi löndum með áherslu á líf ungs fólks og geta samsamað það eigin reynslu
  • ólíkum textagerðum, s.s. skáldsögum, smásögum, kvikmyndum og hlustunarefniólíkum textagerðum, s.s. skáldsögum, smásögum, kvikmyndum og hlustunarefni
  • formgerð og uppbyggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
  • grundvallaratriðum spænska málkerfisins þ.á.m. flóknari atriðum eins og viðtengingarhætti, tilvísunarsetningum og þolmynd
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja meginefni lengri texta með almennum orðaforða
  • ná aðalatriðum í styttri textum með hjálp orðabókar
  • skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
  • nota orðaforða sem gagnast við almenn samskipti við spænskumælandi fólk
  • halda kynningu eða segja skilmerkilega frá undirbúnu efni og geta jafnframt tekið afstöðu
  • lýsa staðháttum og landslagi
  • tjá sig markvisst með því að nota málfræðiatriði eins og aukasetningar, tíðir sagna, lýsingarorð, persónufornöfn og forsetningar af meira öryggi en áður í ræðu og riti og flóknari atriði eins og þolmynd og viðtengingarhátt í ritun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja daglegt mál, s.s. samræður og fjölmiðlaefni sem hann þekkir og bregðast rétt við ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • lesa og skilja meginefni lengri texta með almennum orðaforða og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnugt ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
  • greina aðalatriði í flóknari sérhæfðum textum með hjálp orðabókar ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • eiga tjáskipti við spænskumælandi aðila um efni sem tengjast daglegu lífi, ferðalögum, skóla og starfi ...sem er metið með... verkefnamöppu
  • segja skýrt og skilmerkilega frá undirbúnu eða vel þekktu efni ...sem er metið með... samtalsæfingum
  • geta lýst staðháttum og landslagi í heimabyggð í ræðu og riti ...sem er metið með... verkefnavinnu og samtalsæfingum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Verkefnamappa ásamt virkni myndar vinnueinkunn nemenda. Gert er ráð fyrir að bæði munnlegt og skriflegt lokamat verði í áfanganum.