Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426595967.13

  Listir og menning 3
  LIME2ME05
  4
  listir og menning
  Listir og menning samtímans
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur kynna sér listir og menningu samtímans og gera á þessu kerfisbundnar athuganir með tilliti til merkingar og sögu. Námið byggir á virkri þátttöku og frumkvæði nemenda sem leggja mat á menningarlífið (hönnun, listviðburði, lífsstíl, fjölmiðla, bókmenntir) út frá eigin forsendum. Hlutverk kennarans er að aðstoða nemendur við undirbúning og úrvinnslu athugana sinna með því að tengja þær við hugmyndafræði og menningarsögu. Rík háhersla er lögð á markvissa textaframsetningu í tengslum við verkefni áfangans. Í því sambandi er m.a. horft til ólíkra miðlunarforma, markhópa, tilefna o.fl.
  LIME1LI05, LIME1ML05 (LIM1A05, LIM2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • straumum og stefnum í íslenskri samtímamenningu.
  • tjáningarmáta og séreðli ólíkra list- og miðlunargreina.
  • mismunandi möguleikum ólíkra list- og miðlunargreina til tjáningar.
  • grunnatriðum skapandi tjáningar í miðlun.
  • ólíkum aðferðum við greiningu og framsetningu með tilliti til viðfangsefna.
  • grunnreglum textavinnslu með tilliti til miðils, markmiða og markhópa.
  • höfundarétti, sæmdarrétti og almennum reglum er gilda um fjölmiðlun.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skoða og skilgreina menningu liðandi stundar.
  • greina ólíkar list- og miðlunargreinar m.t.t. inntaks og framsetingar.
  • greina miðlun og listræna tjáningu á fagurfræðilegan og táknfræðilegan hátt.
  • takast á yfirvegaðan hátt við álitamál í tjáningu og miðlun.
  • setja fram markvissan og beinskeyttan texta frá samhengi hans og tilgangi.
  • geti gengið frá texta með vísun til heimilda og á grundvelli höfunda- og sæmdarréttar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kynna athuganir sínar og niðurstöður á skilmerkilegan og fjölbreytilegan. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat og frammistöðumat.
  • taka virkan þátt í gagnrýnni umræðu um íslenska samtímamenningu. Námsmat: símat, sjálfsmat og jafningjamat.
  • tjá sig á skapandi hátt um álitamál varðandi listir í samtímanum. Námsmat: frammistöðumat og verkefnamat.
  • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri umræðu um fagurfræðileg og táknfræðileg álitamál. Námsmat: frammistöðumat, verkefnamat og símat.
  • setja niðurstöður sínar fram á fjölbreytilegan hátt m.t.t. inntaks og markmiða. Námsmat: verkefnamat og símati.
  • vinna texta á fjölbreytilegan hátt með m.t.t. ólíkra miðlunarforma, markhópa, tilefna o.fl. Námsmat: frammistöðumat og símat.
  • tengja saman texta, mynd og form í merkingarlega heild á heildstæðan hátt. Námsmat: verkefnamat og símat.
  Verkefnamat, frammistöðumat, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).