Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426599905.98

  Almenn myndlist
  MYNL1TE05(SB)
  4
  myndlist
  teikning
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  SB
  Í áfanganum læra nemendur nokkur grunnatriði myndlistar. Námið er í fimm hlutum: Formfræði, uppstilling, fjarvídd, litafræði og málun. Nemendur halda skissubók
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnþáttum í myndlist
  • notkun teikniáhalda og virkni þeirra
  • litasvið blýantsins og aðferðum til skygginga
  • framköllun þrívíddar með skyggingu
  • grunnþáttum formfræði og teikningar
  • blöndun grunnlita í litatóna og hugtökum þar að lútandi
  • myndbyggingu
  • eins og tveggja punkta fjarvídd
  • málun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera skissur og teikningar
  • framkalla þrívídd með skyggingu
  • blanda liti í mismunandi tónum
  • vinna að uppbyggingu myndflatar og nýta sér markvisst hugtök á borð við: jafnvægi, spennu, þunga, hrynjandi, samhverfu, mynstur og andstæður
  • vinna myndverk í þrívídd og fjarvídd
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta reglur og form í eigin listsköpun
  • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært í myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
  • byggja upp myndverk
  Gæti verið í formi mats á verkefnamöppu þ.e. úrlausnar á verkefnum, frágangi og vinnubrögðum. Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram