Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426668777.45

  Verkefnaáfangi í félags- og náttúruvísindum
  VERK3VR05
  1
  Verkefna- og rannsóknarvinna
  Sjálfstæð verkefni, rannsóknarvinna
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Að jafnaði skal miðað við að áfanginn sé tekinn undir lok náms, t. d. á lokaönn. Í áfanganum vinna nemendur rannsóknarverkefni þar sem þeir beita vinnulagi þess sviðs sem þeir hafa valið sér. Val á verkefni er ákveðið í samráði við kennara og ræðst af fyrra námi og áhugasviði. Frá því má þó víkja ef rík ástæða er til. Gerðar eru miklar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur nýta fyrri þekkingu og skilning við vinnslu rannsóknarverkefnis síns. Þeir kynna niðurstöður sínar opinberlega.
  Forkröfur ráðast af þeim rannsóknaraðferðum sem viðfangsefnið krefst.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sviði viðfangsefnisins
  • vinnu rannsóknar- og heimildaverkefna
  • vandaðri kynningu á verkefnavinnu
  • sjálfstæði í vinnubrögðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna sjálfstætt að rannsóknum og verkefnum
  • afla gagna og fara með heimildir
  • kynna niðurstöður sínar og tjá sig á opinberum vettvangi
  • gera og fylgja vinnuáætlun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu verkefna
  • vinna á skipulegan og agaðan hátt í rannsóknarvinnu
  • vinna og leggja mat á upplýsingar úr gögnum á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt
  • setja verkefni sitt í samhengi við nærumhverfi sitt
  Námsmat byggir á á símati og tíðri endurgjöf. Regluleg skil á vinnu nemenda og vinnudagbók metin. Opinber munnleg og skriflega skil nemenda metin.