Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426669247.56

    Opnir dagar
    ÞEMA1OD01
    2
    Þemavinna
    Skapandi hópastarf, virkni og frumkvæði
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Opnir dagar eru skipulagðir innan skólans sem sjálfstæð og einingabær vinna. Á þeim tíma leggst hefðbundin kennsla niður og nemendur vinna í hópum við valin viðfangsefni í þrjá daga (20 klst). Viðfangsefnin ákveða nemendur í samráði við skólann með góðum fyrirvara og undirbúningur hefst strax við upphaf annar. Nemendur skipuleggja og sjá um framkvæmd viðfangsefna á opnum dögum og eru kennarar þeim til aðstoðar og til að veita leiðbeiningar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi undirbúnings og þátttöku til að ná árangri sem einstaklingur
    • óhefðbundnu skólastarfi og margvíslegum tækifærum sem því fylgja til náms og þroska
    • mikilvægi vinnu, skipulags og útsjónarsemi til að útbúa vel heppnaðan viburð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með öðrum að settu markmiði
    • skipuleggja tíma sinn
    • koma fram af einlægni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka ábyrgð á eigin vali
    • hafa áhrif á þróunar- og undirbúningsstarf
    • sýna tillitssemi, hlusta á ólík sjónarmið og komast að niðurstöðu
    • sýna framkomu sem hæfir við mismunandi aðstæður
    Vinnuframlag og virk þátttaka nemandans er metin. Einnig er tekið mið af árangri hópsins í heild. Námsmat byggir á mælanlegri afurð og/eða virkni, t.d. að undirbúa og halda árshátíð, undirbúa og setja upp myndsýningu, taka kvikmynd og sýna, undirbúa námskeið/þátttaka í námskeiði.