Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426670237.68

    Grunnáfangi í leiklist
    LEIK1GR05
    5
    leiklist
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum fá nemendur innsýn í leiklistarheiminn, sjálfstraust þeirra er styrkt og framkoma æfð. Lögð er áhersla á að þjálfa samvinnuhæfni, framkomu, framsögn og virkra hlustun. Farið er í grundvallaratriði í spuna með áherslu á hópefli, sjálfstraust, líkams- og raddbeitingu. Nemendur eru þjálfaðir í framsögn, textameðferð og kynningartækni. Farnar eru vettvangsferðir í menningartengdar stofnanir. Skyldumæting er á leiksýningar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiklist sem listformi.
    • gildi markvissrar framkomu.
    • spuna sem tjáningaraðferðar.
    • mætti og uppbyggingu áhrifaríks erindis.
    • grunnatriðum leiklistarsögu.
    • gildi samvinnu í leiklist.
    • hlutverki menningarrýni í leiklist.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tala máli sínu.
    • nýta aðferðir spuna.
    • flytja fyrirlestur.
    • skrifa gagnrýni og menningarrýni.
    • nýta eigið hugarflug og sköpunarmátt til tjáningar.
    • nota aðferðir slökunar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja fyrirlestur. Námsmat: frammistöðumat og jafningjamat.
    • flytja bundinn og óbundinn texta. Námsmat: Próf og verkefnamat.
    • spinna atburðarás. Námsmat: frammistöðumat (í í kennslustundum).
    • leika fyrir áhorfendur. Námsmat: verklegt prófmat.
    • vinna gegn streitu. Námsmat: frammistöðumat og verkefnamat.
    • beita rödd og líkama á markvissan hátt. Námsmat: frammistöðumat.
    • njóta leiklistar. Námsmat: verkefnamat og símat .
    Símat byggt á mætingu, virkni og þátttöku í tímum. Verkefnamat, miðannarpróf.