Í áfanganum fá nemendur innsýn í leiklistarheiminn, sjálfstraust þeirra er styrkt og framkoma æfð. Lögð er áhersla á að þjálfa samvinnuhæfni, framkomu, framsögn og virkra hlustun. Farið er í grundvallaratriði í spuna með áherslu á hópefli, sjálfstraust, líkams- og raddbeitingu. Nemendur eru þjálfaðir í framsögn, textameðferð og kynningartækni. Farnar eru vettvangsferðir í menningartengdar stofnanir. Skyldumæting er á leiksýningar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
leiklist sem listformi.
gildi markvissrar framkomu.
spuna sem tjáningaraðferðar.
mætti og uppbyggingu áhrifaríks erindis.
grunnatriðum leiklistarsögu.
gildi samvinnu í leiklist.
hlutverki menningarrýni í leiklist.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tala máli sínu.
nýta aðferðir spuna.
flytja fyrirlestur.
skrifa gagnrýni og menningarrýni.
nýta eigið hugarflug og sköpunarmátt til tjáningar.
nota aðferðir slökunar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
flytja fyrirlestur. Námsmat: frammistöðumat og jafningjamat.
flytja bundinn og óbundinn texta. Námsmat: Próf og verkefnamat.
spinna atburðarás. Námsmat: frammistöðumat (í í kennslustundum).
leika fyrir áhorfendur. Námsmat: verklegt prófmat.
vinna gegn streitu. Námsmat: frammistöðumat og verkefnamat.
beita rödd og líkama á markvissan hátt. Námsmat: frammistöðumat.
njóta leiklistar. Námsmat: verkefnamat og símat .
Símat byggt á mætingu, virkni og þátttöku í tímum. Verkefnamat, miðannarpróf.