Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426672068.83

    Inngangur að náttúru- og raunvísindum
    INGA1NR05
    2
    Inngangur
    Náttúru- og raunvísindi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist náttúru- og raunvísindum á fjölbreyttan hátt og tengslum þeirra innbyrðis. Einnig verður lögð áhersla á vettvangsferðir og að nemendur læri að þekkja umhverfið sitt. Nemendur kynnist vísindalegum vinnubrögðum og vísindalegri hugsun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rannsóknaraðferðum í náttúru- og raunvísindum
    • helstu viðfangsefnum náttúru- og raunvísinda
    • gildi vísindalegra vinnubragða
    • SI-einingakerfinu
    • helstu hugtökum í náttúru-i og raunvísindum
    • vistfræði og vistkerfum
    • frumu- og vefjagerð mannslíkamans
    • lífrænum og ólífrænum efnum náttúrunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna verklegar æfingar
    • beita öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum
    • afla gagna og vinna úr þeim á vísindalegan hátt
    • túlka og lesa úr niðurstöðum athugana
    • spyrja gagnrýninna spurninga
    • færa rök fyrir máli sínu
    • greina einföld álitaefni og hvernig viðhorf og túlkun athugandans getur haft áhrif
    • vinna með öðrum á uppbyggilegan hátt að lausn viðfangsefna
    • meta vinnuframlag sitt og setja sér raunhæf markmið
    • koma frá sér upplýsingum skriflega og munnlega á vandaðan hátt
    • lesa í náttúruna og átta sig á hvað hefur mótað hana
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • temja sér sjálfstæði í vinnubrögðum ...sem er metið með... skýrslum, vettvangsferðum og verkefnum
    • tileinka sér nákvæmni í vinnubrögðum ...sem er metið með... skýrslum, vettvangferðum og verkefnum
    • tengja þekkingu í náttúruvísindum við daglegt líf og umhverfi sitt ...sem er metið með... vettvangsferðum og verkefnavinnu
    • stunda nám í náttúru- og raunvísindagreinum á framhaldsskólastigi
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Virkni nemenda í kennslustundum, á lesstofu og í vettvangsferðum er metin. Lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og styttri próf eftir atvikum.